Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun