Róttækni og kjarkur í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun