Innlent

Ryndam kom við í Eyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er ekki stór samanborið við hollenska skemmtiferðaskipið Ryndam.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er ekki stór samanborið við hollenska skemmtiferðaskipið Ryndam. vísir/Óskar P. Friðriksson
Hollenska skemmtiferðaskipið Ryndam lá á ytri höfninni í Vestmannaeyjum í gær, þar sem það komst ekki inn í sjálfa höfnina. Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum, segir að skipið sé búið sjálfvirkum búnaði til að vera á sama stað og því engin akkeri notuð. Enda er ekki leyfilegt að nota þau þarna, þar sem vatns- og rafmagnslagnir liggja þar. Þótt skipið sé stórt kom það ekki í veg fyrir að umferð annarra skipa gengi eðlilega fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×