Leitar að útlenskum konum í aðalhlutverk Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2015 09:00 Ásthildi þykir sagan spennandi og segir hana eiga erindi í íslenskt samfélag í dag. Vísir/Valli „Handritið er byggt á Tryggðarpanti eftir Auði Jónsdóttur, saga Auðar gerist á óræðum stað í óræðri borg og ég er búin að heimfæra þessa sögu upp á Reykjavík dagsins í dag,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ásthildur Kjartansdóttir sem vinnur nú að sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd. „Sagan segir frá konu sem leigir erlendum konum herbergi heima hjá sér til þess að ná endum saman, það gerir hún líka af því að hún hefur starfað sem blaðamaður af og til og fær það verkefni að skrifa um útlendinga. Sambúðin gengur ágætlega til að byrja með og svo fer allt fjandans til,“ segir hún um handritið. „Mér fannst sagan rosalega spennandi og eiga erindi í íslenskt samfélag. Sagan vekur upp áleitnar spurningar varðandi útlendinga sem brenna á okkur í dag.“ Ásthildur er 64 ára gömul og líkt og áður sagði er þetta hennar fyrsta leikna kvikmynd í fullri lengd en hana hefur langað til þess að vinna að slíku verkefni. Hún hefur leikstýrt og framleitt fjölda heimildarmynda og einnig gert stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni og segist alla tíð hafa haft áhuga á kvikmyndagerð. „Ég hafði alltaf áhuga en gerði nú ekkert úr því fyrr ég var rúmlega þrítug. Þegar ég var að útskrifast úr MR þekkti ég enga konu sem hafði farið í kvikmyndagerð en ég dreif mig samt. Þetta hefur breyst mikið núna.“ Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, framleiðandi hjá Askja Films sem framleiðir myndina, leita nú að útlenskum konum til að fara með tvö aðalhlutverk í myndinni og hefur Ásthildur þegar rætt við nokkrar sem koma til greina en vill hitta enn fleiri en í öðru aðalhlutverki í myndinni er leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir. Stefnt er á að tökur hefjist nú í október en myndin hlaut ekki styrk frá Kvikmyndasjóði sem Ásthildur segir hafa verið ákveðin vonbrigði. „Reynsla mín og annarra kvenna af Kvikmyndasjóði hefur ekki verið góð og þá sögu vil ég segja við annað tækifæri,“ en hún hafi samt sem áður ákveðið að láta slag standa og leitað annarra leiða til að fjármagna verkefnið. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og nýstárlegt,“ segir hún glöð í bragði að lokum.Eva Sigurðardóttir framleiðir myndina.Vísir/ValliAllt á réttri leið „Ásthildur hafði samband við mig í fyrra og þá var hún komin með réttinn á þessari bók og við þróuðum handritið áfram,“ segir Eva Sigurðardóttir, framleiðandi og stofnandi Askja Films, kvikmyndaframleiðslufyrirtækis sem leggur áherslu á að miðla sögum um og eftir konur. Eva er framleiðslustjóri kvikmyndarinnar Hrúta og hlaut tilnefningu til BAFTA-verðlaunanna árið 2013 fyrir stuttmyndina Good Night. Eva bjó lengi í London og starfaði við framleiðslu á barnaefni hjá BBC, kom heim fyrir tveimur árum og stofnaði Askja Films. „Þegar ég kom heim var mikil gróska í umræðunni um konur í kvikmyndagerð og ég hef bara jákvæða hluti að segja um það sem hefur verið að gerast hér heima. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Eva og bætir við að hún telji að á næstu fimm árum höldum við áfram að sjá breytingar í þessum málum. „Það er rosalega flott hjá honum að stíga svona fram og standa með okkur, konur í kvikmyndagerð eru búnar að berjast fyrir þessu lengi,“ segir hún spurð að því hvað henni hafi þótt um ummæli Baltasars Kormáks um að setja kynjakvóta á úthlutanir úr Kvikmyndasjóði. Ásthildur og Eva leita nú að útlenskum konum í tvö af aðalhlutverkum myndarinnar og segir Eva það engu skipta hvaðan þær koma eða hvort þær séu leikaramenntaðar þar sem handritið verði að einhverju leyti aðlagað í æfingaferlinu. „Þær þurfa að vera á aldrinum 25-50 ára og tala einhverja lágmarks íslensku þar sem það eru ákveðnar senur sem fara fram á íslensku.“ Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á askjacasting@gmail.com með mynd, upplýsingum og umsókn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ásthildur hlaut aðalverðlaunin Stuttmyndin Brynhildur og Kjartan þótti best á kvikmyndahátíðinni Arctic Heat. 22. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Handritið er byggt á Tryggðarpanti eftir Auði Jónsdóttur, saga Auðar gerist á óræðum stað í óræðri borg og ég er búin að heimfæra þessa sögu upp á Reykjavík dagsins í dag,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ásthildur Kjartansdóttir sem vinnur nú að sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd. „Sagan segir frá konu sem leigir erlendum konum herbergi heima hjá sér til þess að ná endum saman, það gerir hún líka af því að hún hefur starfað sem blaðamaður af og til og fær það verkefni að skrifa um útlendinga. Sambúðin gengur ágætlega til að byrja með og svo fer allt fjandans til,“ segir hún um handritið. „Mér fannst sagan rosalega spennandi og eiga erindi í íslenskt samfélag. Sagan vekur upp áleitnar spurningar varðandi útlendinga sem brenna á okkur í dag.“ Ásthildur er 64 ára gömul og líkt og áður sagði er þetta hennar fyrsta leikna kvikmynd í fullri lengd en hana hefur langað til þess að vinna að slíku verkefni. Hún hefur leikstýrt og framleitt fjölda heimildarmynda og einnig gert stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni og segist alla tíð hafa haft áhuga á kvikmyndagerð. „Ég hafði alltaf áhuga en gerði nú ekkert úr því fyrr ég var rúmlega þrítug. Þegar ég var að útskrifast úr MR þekkti ég enga konu sem hafði farið í kvikmyndagerð en ég dreif mig samt. Þetta hefur breyst mikið núna.“ Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, framleiðandi hjá Askja Films sem framleiðir myndina, leita nú að útlenskum konum til að fara með tvö aðalhlutverk í myndinni og hefur Ásthildur þegar rætt við nokkrar sem koma til greina en vill hitta enn fleiri en í öðru aðalhlutverki í myndinni er leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir. Stefnt er á að tökur hefjist nú í október en myndin hlaut ekki styrk frá Kvikmyndasjóði sem Ásthildur segir hafa verið ákveðin vonbrigði. „Reynsla mín og annarra kvenna af Kvikmyndasjóði hefur ekki verið góð og þá sögu vil ég segja við annað tækifæri,“ en hún hafi samt sem áður ákveðið að láta slag standa og leitað annarra leiða til að fjármagna verkefnið. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og nýstárlegt,“ segir hún glöð í bragði að lokum.Eva Sigurðardóttir framleiðir myndina.Vísir/ValliAllt á réttri leið „Ásthildur hafði samband við mig í fyrra og þá var hún komin með réttinn á þessari bók og við þróuðum handritið áfram,“ segir Eva Sigurðardóttir, framleiðandi og stofnandi Askja Films, kvikmyndaframleiðslufyrirtækis sem leggur áherslu á að miðla sögum um og eftir konur. Eva er framleiðslustjóri kvikmyndarinnar Hrúta og hlaut tilnefningu til BAFTA-verðlaunanna árið 2013 fyrir stuttmyndina Good Night. Eva bjó lengi í London og starfaði við framleiðslu á barnaefni hjá BBC, kom heim fyrir tveimur árum og stofnaði Askja Films. „Þegar ég kom heim var mikil gróska í umræðunni um konur í kvikmyndagerð og ég hef bara jákvæða hluti að segja um það sem hefur verið að gerast hér heima. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Eva og bætir við að hún telji að á næstu fimm árum höldum við áfram að sjá breytingar í þessum málum. „Það er rosalega flott hjá honum að stíga svona fram og standa með okkur, konur í kvikmyndagerð eru búnar að berjast fyrir þessu lengi,“ segir hún spurð að því hvað henni hafi þótt um ummæli Baltasars Kormáks um að setja kynjakvóta á úthlutanir úr Kvikmyndasjóði. Ásthildur og Eva leita nú að útlenskum konum í tvö af aðalhlutverkum myndarinnar og segir Eva það engu skipta hvaðan þær koma eða hvort þær séu leikaramenntaðar þar sem handritið verði að einhverju leyti aðlagað í æfingaferlinu. „Þær þurfa að vera á aldrinum 25-50 ára og tala einhverja lágmarks íslensku þar sem það eru ákveðnar senur sem fara fram á íslensku.“ Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á askjacasting@gmail.com með mynd, upplýsingum og umsókn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ásthildur hlaut aðalverðlaunin Stuttmyndin Brynhildur og Kjartan þótti best á kvikmyndahátíðinni Arctic Heat. 22. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Ásthildur hlaut aðalverðlaunin Stuttmyndin Brynhildur og Kjartan þótti best á kvikmyndahátíðinni Arctic Heat. 22. febrúar 2013 21:00