Klungur og sandar safaríkustu leiðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 10:45 Ómar Smári kveðst nota hjólið sitt sem samgöngutæki langflesta daga ársins. Mynd/Nína Ivanova „Ég ætla að leggja landið undir mig, þessi bók er liður í því. Ég hugðist gera það í átta skrefum í upphafi en þau verða örugglega níu eða tíu. Sum landsvæði eru hreinlega þannig að það er ekki hægt að klofa svona stórt. Nú er ég kominn á Suðurlandið og það dugar ekkert minna en þrjár bækur um það,“ segir Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður á Ísafirði. Hann sendi nýlega frá sér fjórðu bókina um hringleiðir sem hægt er að hjóla á einum degi, hverja og eina. Fyrsta bókin hans var um Vestfirði, svo hefur hann farið rangsælis um landið og þessi er um Árnessýslu. Er ekki mikill munur að hjóla um Árnessýslu miðað við Vestfirði? „Jú, það liggur í landslaginu. Á Vestfjörðum kemur yfirleitt að því að maður verður að fara yfir fjallgarð ef maður hjólar hring, með nokkrum undantekningum þar sem firðir hafa verið þveraðir. Þær urðu samt dálítið erfiðar hringleiðirnar í þessari flötu og þægilegu ferðamannasýslu, ekki vegna fjarða og þverhníptra fjalla eins og á Vestfjörðum heldur þungra umferðaræða. Safaríkustu leiðirnar liggja því dálítið um klungur og sanda en þar er mikil náttúrufegurð. Kjarninn í bókinni er sá að margt er að sjá í Árnessýslu en fólk þarf að leggja dálítið á sig til þess.“ Auk þeirra tólf hringleiða sem Smári lýsir glöggt í nýju bókinni bendir hann á aðrar léttari. En þar verður fólk að sætta sig við að hjóla á okkar mjóu þjóðvegum innan um bílana. „Í Árnessýslu eru rútur mjög mikið á ferðinni og líka hjól- og fellihýsi,“ tekur hann fram.Hraunklappir og moldartraðir bíða hjólreiðamannsins.Mynd/Ómar SmáriÍ bókunum lætur Smári hverri leið fylgja tímaás þar sem áætlað er hvaða tíma ársins er hægt að fara þær án þess að skaða sjálfan sig eða landið. En ætlar hann að heyja sér efni í nýja bók á þessu sumri? „Já, ég ætla fljótlega á mínar gömlu heimaslóðir í Rangárvallasýslu og hyggst taka tvö ár í þá bók. Það hefur komið út ein á ári hingað til en nú verður vandað sérstaklega til verka! Ég hef líka mikið að gera í mínu fagi sem teiknari og við Nína erum að gera upp gamalt hús hér á Ísafirði en ég vona að mér endist aldur til að taka landið allt fyrir.“ Já, þú ert nú vonandi ekkert á grafarbakkanum. „Nei, það lengist líka örugglega leiðin að þeim grafarbakka þegar maður stundar svona holla og góða hreyfingu sem hjólreiðarnar eru!“ Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Ég ætla að leggja landið undir mig, þessi bók er liður í því. Ég hugðist gera það í átta skrefum í upphafi en þau verða örugglega níu eða tíu. Sum landsvæði eru hreinlega þannig að það er ekki hægt að klofa svona stórt. Nú er ég kominn á Suðurlandið og það dugar ekkert minna en þrjár bækur um það,“ segir Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður á Ísafirði. Hann sendi nýlega frá sér fjórðu bókina um hringleiðir sem hægt er að hjóla á einum degi, hverja og eina. Fyrsta bókin hans var um Vestfirði, svo hefur hann farið rangsælis um landið og þessi er um Árnessýslu. Er ekki mikill munur að hjóla um Árnessýslu miðað við Vestfirði? „Jú, það liggur í landslaginu. Á Vestfjörðum kemur yfirleitt að því að maður verður að fara yfir fjallgarð ef maður hjólar hring, með nokkrum undantekningum þar sem firðir hafa verið þveraðir. Þær urðu samt dálítið erfiðar hringleiðirnar í þessari flötu og þægilegu ferðamannasýslu, ekki vegna fjarða og þverhníptra fjalla eins og á Vestfjörðum heldur þungra umferðaræða. Safaríkustu leiðirnar liggja því dálítið um klungur og sanda en þar er mikil náttúrufegurð. Kjarninn í bókinni er sá að margt er að sjá í Árnessýslu en fólk þarf að leggja dálítið á sig til þess.“ Auk þeirra tólf hringleiða sem Smári lýsir glöggt í nýju bókinni bendir hann á aðrar léttari. En þar verður fólk að sætta sig við að hjóla á okkar mjóu þjóðvegum innan um bílana. „Í Árnessýslu eru rútur mjög mikið á ferðinni og líka hjól- og fellihýsi,“ tekur hann fram.Hraunklappir og moldartraðir bíða hjólreiðamannsins.Mynd/Ómar SmáriÍ bókunum lætur Smári hverri leið fylgja tímaás þar sem áætlað er hvaða tíma ársins er hægt að fara þær án þess að skaða sjálfan sig eða landið. En ætlar hann að heyja sér efni í nýja bók á þessu sumri? „Já, ég ætla fljótlega á mínar gömlu heimaslóðir í Rangárvallasýslu og hyggst taka tvö ár í þá bók. Það hefur komið út ein á ári hingað til en nú verður vandað sérstaklega til verka! Ég hef líka mikið að gera í mínu fagi sem teiknari og við Nína erum að gera upp gamalt hús hér á Ísafirði en ég vona að mér endist aldur til að taka landið allt fyrir.“ Já, þú ert nú vonandi ekkert á grafarbakkanum. „Nei, það lengist líka örugglega leiðin að þeim grafarbakka þegar maður stundar svona holla og góða hreyfingu sem hjólreiðarnar eru!“
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein