Klungur og sandar safaríkustu leiðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 10:45 Ómar Smári kveðst nota hjólið sitt sem samgöngutæki langflesta daga ársins. Mynd/Nína Ivanova „Ég ætla að leggja landið undir mig, þessi bók er liður í því. Ég hugðist gera það í átta skrefum í upphafi en þau verða örugglega níu eða tíu. Sum landsvæði eru hreinlega þannig að það er ekki hægt að klofa svona stórt. Nú er ég kominn á Suðurlandið og það dugar ekkert minna en þrjár bækur um það,“ segir Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður á Ísafirði. Hann sendi nýlega frá sér fjórðu bókina um hringleiðir sem hægt er að hjóla á einum degi, hverja og eina. Fyrsta bókin hans var um Vestfirði, svo hefur hann farið rangsælis um landið og þessi er um Árnessýslu. Er ekki mikill munur að hjóla um Árnessýslu miðað við Vestfirði? „Jú, það liggur í landslaginu. Á Vestfjörðum kemur yfirleitt að því að maður verður að fara yfir fjallgarð ef maður hjólar hring, með nokkrum undantekningum þar sem firðir hafa verið þveraðir. Þær urðu samt dálítið erfiðar hringleiðirnar í þessari flötu og þægilegu ferðamannasýslu, ekki vegna fjarða og þverhníptra fjalla eins og á Vestfjörðum heldur þungra umferðaræða. Safaríkustu leiðirnar liggja því dálítið um klungur og sanda en þar er mikil náttúrufegurð. Kjarninn í bókinni er sá að margt er að sjá í Árnessýslu en fólk þarf að leggja dálítið á sig til þess.“ Auk þeirra tólf hringleiða sem Smári lýsir glöggt í nýju bókinni bendir hann á aðrar léttari. En þar verður fólk að sætta sig við að hjóla á okkar mjóu þjóðvegum innan um bílana. „Í Árnessýslu eru rútur mjög mikið á ferðinni og líka hjól- og fellihýsi,“ tekur hann fram.Hraunklappir og moldartraðir bíða hjólreiðamannsins.Mynd/Ómar SmáriÍ bókunum lætur Smári hverri leið fylgja tímaás þar sem áætlað er hvaða tíma ársins er hægt að fara þær án þess að skaða sjálfan sig eða landið. En ætlar hann að heyja sér efni í nýja bók á þessu sumri? „Já, ég ætla fljótlega á mínar gömlu heimaslóðir í Rangárvallasýslu og hyggst taka tvö ár í þá bók. Það hefur komið út ein á ári hingað til en nú verður vandað sérstaklega til verka! Ég hef líka mikið að gera í mínu fagi sem teiknari og við Nína erum að gera upp gamalt hús hér á Ísafirði en ég vona að mér endist aldur til að taka landið allt fyrir.“ Já, þú ert nú vonandi ekkert á grafarbakkanum. „Nei, það lengist líka örugglega leiðin að þeim grafarbakka þegar maður stundar svona holla og góða hreyfingu sem hjólreiðarnar eru!“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Ég ætla að leggja landið undir mig, þessi bók er liður í því. Ég hugðist gera það í átta skrefum í upphafi en þau verða örugglega níu eða tíu. Sum landsvæði eru hreinlega þannig að það er ekki hægt að klofa svona stórt. Nú er ég kominn á Suðurlandið og það dugar ekkert minna en þrjár bækur um það,“ segir Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður á Ísafirði. Hann sendi nýlega frá sér fjórðu bókina um hringleiðir sem hægt er að hjóla á einum degi, hverja og eina. Fyrsta bókin hans var um Vestfirði, svo hefur hann farið rangsælis um landið og þessi er um Árnessýslu. Er ekki mikill munur að hjóla um Árnessýslu miðað við Vestfirði? „Jú, það liggur í landslaginu. Á Vestfjörðum kemur yfirleitt að því að maður verður að fara yfir fjallgarð ef maður hjólar hring, með nokkrum undantekningum þar sem firðir hafa verið þveraðir. Þær urðu samt dálítið erfiðar hringleiðirnar í þessari flötu og þægilegu ferðamannasýslu, ekki vegna fjarða og þverhníptra fjalla eins og á Vestfjörðum heldur þungra umferðaræða. Safaríkustu leiðirnar liggja því dálítið um klungur og sanda en þar er mikil náttúrufegurð. Kjarninn í bókinni er sá að margt er að sjá í Árnessýslu en fólk þarf að leggja dálítið á sig til þess.“ Auk þeirra tólf hringleiða sem Smári lýsir glöggt í nýju bókinni bendir hann á aðrar léttari. En þar verður fólk að sætta sig við að hjóla á okkar mjóu þjóðvegum innan um bílana. „Í Árnessýslu eru rútur mjög mikið á ferðinni og líka hjól- og fellihýsi,“ tekur hann fram.Hraunklappir og moldartraðir bíða hjólreiðamannsins.Mynd/Ómar SmáriÍ bókunum lætur Smári hverri leið fylgja tímaás þar sem áætlað er hvaða tíma ársins er hægt að fara þær án þess að skaða sjálfan sig eða landið. En ætlar hann að heyja sér efni í nýja bók á þessu sumri? „Já, ég ætla fljótlega á mínar gömlu heimaslóðir í Rangárvallasýslu og hyggst taka tvö ár í þá bók. Það hefur komið út ein á ári hingað til en nú verður vandað sérstaklega til verka! Ég hef líka mikið að gera í mínu fagi sem teiknari og við Nína erum að gera upp gamalt hús hér á Ísafirði en ég vona að mér endist aldur til að taka landið allt fyrir.“ Já, þú ert nú vonandi ekkert á grafarbakkanum. „Nei, það lengist líka örugglega leiðin að þeim grafarbakka þegar maður stundar svona holla og góða hreyfingu sem hjólreiðarnar eru!“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira