Gaman að leika í búningadrama Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:45 Tökur hefjast í september á seríu númer tvö af Poldark. Vísir/Getty Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning um framleiðslu þáttanna Poldark sem framleiddir eru af BBC. „Það þýðir ekkert endilega að við gerum þetta allt, það veltur allt á vinsældum og hvernig þetta gengur allt saman,“ segir Heiða hógvær, en þættirnir hafa gengið vel og er samningurinn um hlutverk í þáttunum til næstu fjögra til fimm ára. Rúmar sjö milljónir horfðu á fyrsta þátt seríunnar sem frumsýndur var í byrjun mars á þessu ári og rúmlega sex milljónir fylgdust með lokaþættinum og segir Heiða tölurnar hálf óraunverulegar. Tökur á annarri seríu hefjast í september og segir Heiða ekki mikið annað komast að á meðan þær standa yfir. „Ég er ekki enn þá búin að fá dagskrána mína, en ef þetta er eins og það var í fyrra þá kemst ekkert annað fyrir.“ Síðasta verkefni Heiðu á Íslandi var hlutverk Grétu í sjónvarpsþáttunum Hraunið, sem sýndir voru á RÚV í vetur, og Heiða segist vera mjög opin fyrir því að taka að sér frekari verkefni hérlendis þegar tími gefst til. „Mér hefur boðist tækifæri til þess að vera mögulega hluti af nokkrum verkefnum í haust en gat því miður ekki einu sinni athugað málið,“ segir hún og bætir við: „Ég hefði verið mjög til í það, vonandi kemur sá dagur þar sem ég er laus.“ Poldark er búningadrama sem byggt er á samnefndum skáldsögum eftir Winston Graham sem skrifaðar voru um miðja síðustu öld og segja þættirnir frá Ross Poldark sem snýr heim eftir þrjú ár í hernum og kemst að því að unnusta hans er trúlofuð frænda hans og fer Heiða með hlutverk unnustunnar, Elizabeth. Heiða segir gaman að leika í búningadrama á borð við Poldark og að mörgu þurfi að huga en sögusvið þáttanna er seint á 18. öld. „Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning um framleiðslu þáttanna Poldark sem framleiddir eru af BBC. „Það þýðir ekkert endilega að við gerum þetta allt, það veltur allt á vinsældum og hvernig þetta gengur allt saman,“ segir Heiða hógvær, en þættirnir hafa gengið vel og er samningurinn um hlutverk í þáttunum til næstu fjögra til fimm ára. Rúmar sjö milljónir horfðu á fyrsta þátt seríunnar sem frumsýndur var í byrjun mars á þessu ári og rúmlega sex milljónir fylgdust með lokaþættinum og segir Heiða tölurnar hálf óraunverulegar. Tökur á annarri seríu hefjast í september og segir Heiða ekki mikið annað komast að á meðan þær standa yfir. „Ég er ekki enn þá búin að fá dagskrána mína, en ef þetta er eins og það var í fyrra þá kemst ekkert annað fyrir.“ Síðasta verkefni Heiðu á Íslandi var hlutverk Grétu í sjónvarpsþáttunum Hraunið, sem sýndir voru á RÚV í vetur, og Heiða segist vera mjög opin fyrir því að taka að sér frekari verkefni hérlendis þegar tími gefst til. „Mér hefur boðist tækifæri til þess að vera mögulega hluti af nokkrum verkefnum í haust en gat því miður ekki einu sinni athugað málið,“ segir hún og bætir við: „Ég hefði verið mjög til í það, vonandi kemur sá dagur þar sem ég er laus.“ Poldark er búningadrama sem byggt er á samnefndum skáldsögum eftir Winston Graham sem skrifaðar voru um miðja síðustu öld og segja þættirnir frá Ross Poldark sem snýr heim eftir þrjú ár í hernum og kemst að því að unnusta hans er trúlofuð frænda hans og fer Heiða með hlutverk unnustunnar, Elizabeth. Heiða segir gaman að leika í búningadrama á borð við Poldark og að mörgu þurfi að huga en sögusvið þáttanna er seint á 18. öld. „Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi,“ segir hún glöð í bragði að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Sóknarmenn hjá báðum toppliðunum tæpir fyrir stórleikinn á morgun Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í stórleik 12. umferðar á morgun. Fyrir leikinn er FH með eins stigs forskot á KR en með sigri fer Vesturbæjarliðið á toppinn í fyrsta sinn í sumar. 18. júlí 2015 08:00