Keikó í bernaise-sósu, svar Íris Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2015 07:00 Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra.
Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar