Innlent

Hópur skipaður gegn spillingu og mútum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Formaður hópsins er Sveinn Helgason.
Formaður hópsins er Sveinn Helgason. Fréttablaðið/Valli
Innanríkisráðuneytið hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að bregðast við tilmælum og ábendingum um innleiðingu alþjóðasamninga hér á landi um aðgerðir gegn spillingu og mútum.

Starfshópurinn mun einnig þjóna sem ráðgjafi fyrir stjórnvöld og upplýsa þau um alþjóðlegar aðgerðir gegn spillingu.

Formaður hópsins er Sveinn Helgason sérfræðingur. Hann er tilnefndur af innanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×