Gaza, ári eftir stríðið Nazima Kristín Tamimi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ári eftir árásir Ísraels á Gaza er svæðið enn í rústum. Orsök þess er að Ísraelar telja að byggingarefni, líkt og sement, stál og möl, séu ekki æskileg fyrir íbúa Gaza og hafa þeir markvisst unnið að því að hamla innflutningi þessara efna til Gaza en minna en 1% af því sem þarf til endurbyggingar hefur skilað sér. Þessi takmarkaði aðgangur að efnum hefur komið í veg fyrir uppbyggingu heimila sem og annarra húsakynna, líkt og skóla, spítala og fleira sem telst til grunnstoða samfélagsins. Afleiðingar árása ísraelska hersins voru hörmulegar en eyðilegging var gríðarleg, margir voru drepnir og fjöldi fólks er enn á vergangi. Á meðan árásirnar stóðu yfir glímdi almenningur við þann vanda að finna sér ekki skjól fyrir árásunum, árásum frá her sem gerði ekki greinarmun á almenningi eða hernaðarlegum skotmörkum. Hræðsla hafði ríkan rétt á sér þar sem Ísraelar gerðu óhikað árásir á sjúkrabíla, spítala og skóla, og jafnvel á staði sem höfðu verið sérmerktir af alþjóðlegum samtökum sem skjól fyrir almenning. Í átökunum særðust 83 heilbrigðisstarfsmenn, 21 lét lífið, 16 sjúkrabílar eru ónothæfir eftir árásir og 17 spítalar urðu fyrir alvarlegum árásum og þar af eru 6 sem enn eru óstarfhæfir. Heilbrigðiskerfið var fyrir árásina að hruni komið eftir 8 ára umsátur Ísraels, með takmarkað magn af tækjum, vatni og rafmagni. Gífurlega margir þjást af áfallastreituröskun meðal almennings eftir fyrri árásir ísraelska hersins og hefur sú tíðni hækkað upp úr öllu valdi eftir síðustu árás.Ísland beiti sér Yfir 10.000 Palestínumenn særðust í árásunum, á meðal þeirra meira en 3.000 börn. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætlað að 2.251 Palestínumaður hafi látið lífið, þar á meðal 260 konur og 551 barn. Nýburadauði tvöfaldaðist á meðan á árásunum stóð og fór frá 7% í 14% á Shifa-sjúkrahúsinu. Talið er að um 4.800 fæðingar hafi átt sér stað meðan á árásunum á Gaza stóð og erfiðar samgöngur gerðu það að verkum að erfitt var fyrir margar þungaðar konur að komast að spítölunum. Mörg þeirra heimila sem voru eyðilögð voru heimili sjúklinga og þegar þeir voru tilbúnir að vera útskrifaðir höfðu margir þeirra ekkert húsaskjól og voru því áfram á yfirfullum spítölum. Spítalar voru þó enginn griðastaður og þegar ísraelski herinn varpaði sprengju nálægt Al Durra-barnaspítalanum 24. júlí varð spítalinn sjálfur fyrir miklum skemmdum og eyðileggingu. Tveggja ára barn lést í árásinni og um 30 börn til viðbótar særðust en einnig sjö starfsmenn spítalans. Eftir árásirnar var spítalinn talinn ónothæfur. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber öllum ríkjum að bregðast við og koma í veg fyrir áframhaldandi brot á alþjóðlegum mannréttindalögum. Ísrael hefur ítrekað brotið á mannréttindum Palestínumanna og því þarf að bregðast við. Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraelsmenn verði látnir svara fyrir það grimma ofbeldi sem þeir beita Palestínumenn. Ísrael verður að hætta hernámi, árásum og drápum á Palestínumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Ári eftir árásir Ísraels á Gaza er svæðið enn í rústum. Orsök þess er að Ísraelar telja að byggingarefni, líkt og sement, stál og möl, séu ekki æskileg fyrir íbúa Gaza og hafa þeir markvisst unnið að því að hamla innflutningi þessara efna til Gaza en minna en 1% af því sem þarf til endurbyggingar hefur skilað sér. Þessi takmarkaði aðgangur að efnum hefur komið í veg fyrir uppbyggingu heimila sem og annarra húsakynna, líkt og skóla, spítala og fleira sem telst til grunnstoða samfélagsins. Afleiðingar árása ísraelska hersins voru hörmulegar en eyðilegging var gríðarleg, margir voru drepnir og fjöldi fólks er enn á vergangi. Á meðan árásirnar stóðu yfir glímdi almenningur við þann vanda að finna sér ekki skjól fyrir árásunum, árásum frá her sem gerði ekki greinarmun á almenningi eða hernaðarlegum skotmörkum. Hræðsla hafði ríkan rétt á sér þar sem Ísraelar gerðu óhikað árásir á sjúkrabíla, spítala og skóla, og jafnvel á staði sem höfðu verið sérmerktir af alþjóðlegum samtökum sem skjól fyrir almenning. Í átökunum særðust 83 heilbrigðisstarfsmenn, 21 lét lífið, 16 sjúkrabílar eru ónothæfir eftir árásir og 17 spítalar urðu fyrir alvarlegum árásum og þar af eru 6 sem enn eru óstarfhæfir. Heilbrigðiskerfið var fyrir árásina að hruni komið eftir 8 ára umsátur Ísraels, með takmarkað magn af tækjum, vatni og rafmagni. Gífurlega margir þjást af áfallastreituröskun meðal almennings eftir fyrri árásir ísraelska hersins og hefur sú tíðni hækkað upp úr öllu valdi eftir síðustu árás.Ísland beiti sér Yfir 10.000 Palestínumenn særðust í árásunum, á meðal þeirra meira en 3.000 börn. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætlað að 2.251 Palestínumaður hafi látið lífið, þar á meðal 260 konur og 551 barn. Nýburadauði tvöfaldaðist á meðan á árásunum stóð og fór frá 7% í 14% á Shifa-sjúkrahúsinu. Talið er að um 4.800 fæðingar hafi átt sér stað meðan á árásunum á Gaza stóð og erfiðar samgöngur gerðu það að verkum að erfitt var fyrir margar þungaðar konur að komast að spítölunum. Mörg þeirra heimila sem voru eyðilögð voru heimili sjúklinga og þegar þeir voru tilbúnir að vera útskrifaðir höfðu margir þeirra ekkert húsaskjól og voru því áfram á yfirfullum spítölum. Spítalar voru þó enginn griðastaður og þegar ísraelski herinn varpaði sprengju nálægt Al Durra-barnaspítalanum 24. júlí varð spítalinn sjálfur fyrir miklum skemmdum og eyðileggingu. Tveggja ára barn lést í árásinni og um 30 börn til viðbótar særðust en einnig sjö starfsmenn spítalans. Eftir árásirnar var spítalinn talinn ónothæfur. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber öllum ríkjum að bregðast við og koma í veg fyrir áframhaldandi brot á alþjóðlegum mannréttindalögum. Ísrael hefur ítrekað brotið á mannréttindum Palestínumanna og því þarf að bregðast við. Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraelsmenn verði látnir svara fyrir það grimma ofbeldi sem þeir beita Palestínumenn. Ísrael verður að hætta hernámi, árásum og drápum á Palestínumönnum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun