Gaza, ári eftir stríðið Nazima Kristín Tamimi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ári eftir árásir Ísraels á Gaza er svæðið enn í rústum. Orsök þess er að Ísraelar telja að byggingarefni, líkt og sement, stál og möl, séu ekki æskileg fyrir íbúa Gaza og hafa þeir markvisst unnið að því að hamla innflutningi þessara efna til Gaza en minna en 1% af því sem þarf til endurbyggingar hefur skilað sér. Þessi takmarkaði aðgangur að efnum hefur komið í veg fyrir uppbyggingu heimila sem og annarra húsakynna, líkt og skóla, spítala og fleira sem telst til grunnstoða samfélagsins. Afleiðingar árása ísraelska hersins voru hörmulegar en eyðilegging var gríðarleg, margir voru drepnir og fjöldi fólks er enn á vergangi. Á meðan árásirnar stóðu yfir glímdi almenningur við þann vanda að finna sér ekki skjól fyrir árásunum, árásum frá her sem gerði ekki greinarmun á almenningi eða hernaðarlegum skotmörkum. Hræðsla hafði ríkan rétt á sér þar sem Ísraelar gerðu óhikað árásir á sjúkrabíla, spítala og skóla, og jafnvel á staði sem höfðu verið sérmerktir af alþjóðlegum samtökum sem skjól fyrir almenning. Í átökunum særðust 83 heilbrigðisstarfsmenn, 21 lét lífið, 16 sjúkrabílar eru ónothæfir eftir árásir og 17 spítalar urðu fyrir alvarlegum árásum og þar af eru 6 sem enn eru óstarfhæfir. Heilbrigðiskerfið var fyrir árásina að hruni komið eftir 8 ára umsátur Ísraels, með takmarkað magn af tækjum, vatni og rafmagni. Gífurlega margir þjást af áfallastreituröskun meðal almennings eftir fyrri árásir ísraelska hersins og hefur sú tíðni hækkað upp úr öllu valdi eftir síðustu árás.Ísland beiti sér Yfir 10.000 Palestínumenn særðust í árásunum, á meðal þeirra meira en 3.000 börn. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætlað að 2.251 Palestínumaður hafi látið lífið, þar á meðal 260 konur og 551 barn. Nýburadauði tvöfaldaðist á meðan á árásunum stóð og fór frá 7% í 14% á Shifa-sjúkrahúsinu. Talið er að um 4.800 fæðingar hafi átt sér stað meðan á árásunum á Gaza stóð og erfiðar samgöngur gerðu það að verkum að erfitt var fyrir margar þungaðar konur að komast að spítölunum. Mörg þeirra heimila sem voru eyðilögð voru heimili sjúklinga og þegar þeir voru tilbúnir að vera útskrifaðir höfðu margir þeirra ekkert húsaskjól og voru því áfram á yfirfullum spítölum. Spítalar voru þó enginn griðastaður og þegar ísraelski herinn varpaði sprengju nálægt Al Durra-barnaspítalanum 24. júlí varð spítalinn sjálfur fyrir miklum skemmdum og eyðileggingu. Tveggja ára barn lést í árásinni og um 30 börn til viðbótar særðust en einnig sjö starfsmenn spítalans. Eftir árásirnar var spítalinn talinn ónothæfur. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber öllum ríkjum að bregðast við og koma í veg fyrir áframhaldandi brot á alþjóðlegum mannréttindalögum. Ísrael hefur ítrekað brotið á mannréttindum Palestínumanna og því þarf að bregðast við. Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraelsmenn verði látnir svara fyrir það grimma ofbeldi sem þeir beita Palestínumenn. Ísrael verður að hætta hernámi, árásum og drápum á Palestínumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ári eftir árásir Ísraels á Gaza er svæðið enn í rústum. Orsök þess er að Ísraelar telja að byggingarefni, líkt og sement, stál og möl, séu ekki æskileg fyrir íbúa Gaza og hafa þeir markvisst unnið að því að hamla innflutningi þessara efna til Gaza en minna en 1% af því sem þarf til endurbyggingar hefur skilað sér. Þessi takmarkaði aðgangur að efnum hefur komið í veg fyrir uppbyggingu heimila sem og annarra húsakynna, líkt og skóla, spítala og fleira sem telst til grunnstoða samfélagsins. Afleiðingar árása ísraelska hersins voru hörmulegar en eyðilegging var gríðarleg, margir voru drepnir og fjöldi fólks er enn á vergangi. Á meðan árásirnar stóðu yfir glímdi almenningur við þann vanda að finna sér ekki skjól fyrir árásunum, árásum frá her sem gerði ekki greinarmun á almenningi eða hernaðarlegum skotmörkum. Hræðsla hafði ríkan rétt á sér þar sem Ísraelar gerðu óhikað árásir á sjúkrabíla, spítala og skóla, og jafnvel á staði sem höfðu verið sérmerktir af alþjóðlegum samtökum sem skjól fyrir almenning. Í átökunum særðust 83 heilbrigðisstarfsmenn, 21 lét lífið, 16 sjúkrabílar eru ónothæfir eftir árásir og 17 spítalar urðu fyrir alvarlegum árásum og þar af eru 6 sem enn eru óstarfhæfir. Heilbrigðiskerfið var fyrir árásina að hruni komið eftir 8 ára umsátur Ísraels, með takmarkað magn af tækjum, vatni og rafmagni. Gífurlega margir þjást af áfallastreituröskun meðal almennings eftir fyrri árásir ísraelska hersins og hefur sú tíðni hækkað upp úr öllu valdi eftir síðustu árás.Ísland beiti sér Yfir 10.000 Palestínumenn særðust í árásunum, á meðal þeirra meira en 3.000 börn. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætlað að 2.251 Palestínumaður hafi látið lífið, þar á meðal 260 konur og 551 barn. Nýburadauði tvöfaldaðist á meðan á árásunum stóð og fór frá 7% í 14% á Shifa-sjúkrahúsinu. Talið er að um 4.800 fæðingar hafi átt sér stað meðan á árásunum á Gaza stóð og erfiðar samgöngur gerðu það að verkum að erfitt var fyrir margar þungaðar konur að komast að spítölunum. Mörg þeirra heimila sem voru eyðilögð voru heimili sjúklinga og þegar þeir voru tilbúnir að vera útskrifaðir höfðu margir þeirra ekkert húsaskjól og voru því áfram á yfirfullum spítölum. Spítalar voru þó enginn griðastaður og þegar ísraelski herinn varpaði sprengju nálægt Al Durra-barnaspítalanum 24. júlí varð spítalinn sjálfur fyrir miklum skemmdum og eyðileggingu. Tveggja ára barn lést í árásinni og um 30 börn til viðbótar særðust en einnig sjö starfsmenn spítalans. Eftir árásirnar var spítalinn talinn ónothæfur. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber öllum ríkjum að bregðast við og koma í veg fyrir áframhaldandi brot á alþjóðlegum mannréttindalögum. Ísrael hefur ítrekað brotið á mannréttindum Palestínumanna og því þarf að bregðast við. Stjórnvöld á Íslandi verða að beita sér fyrir því af fullum krafti að umsátur og árásir á Palestínu verði stöðvaðar tafarlaust og að Ísraelsmenn verði látnir svara fyrir það grimma ofbeldi sem þeir beita Palestínumenn. Ísrael verður að hætta hernámi, árásum og drápum á Palestínumönnum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar