Innlent

Óvæntur fundur við Lækjargötu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Uppgröftur hefur staðið síðan í maí.
Uppgröftur hefur staðið síðan í maí. vísir/andri marinó
Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós skálabyggingu sem hugsanlega er frá landnámstíma.

„Við vorum sem sagt að byrja að grafa fyrr í sumar þar sem þarna á að rísa hótel,“ segir Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur.

„Við vissum af rituðum heimildum að þarna var bær kallaður Lækjarkot sem var reistur árið 1799. Hann var síðan rifinn árið 1887 og timburhús var byggt í staðinn. Markmið rannsóknarinnar var í raun að kanna húsin tvö en svo kemur í ljós að það er þarna eldri bygging undir,“ segir hún.

„Við áttum ekki von á þessu. Við vissum að það var þarna eldri byggð við Aðalstræti og á Alþingisreitnum. Þar var aðalbyggðakjarninn á þessum tíma en þessi fundur bætir við söguna.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×