Reykjavíkurflugvöllur – opnum hugann Snorri Snorrason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Ef farið er yfir umræðuna um flugvöllinn þá hugsa borgaryfirvöld aðeins um þéttingu byggðar og vilja flæma flesta atvinnustarfsemi í burtu, þar á meðal völlinn. Þó að um flugvöllinn fari milli 300 og 400 þúsund farþegar árlega. Því miður er ríkjandi hjá allt of mörgum sem búa á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi viðhorf: Ég er heilsuhraust/ur og þarf lítið á sjúkrahúsi að halda, enda er það í 5-10 mín. fjarlægð fyrir mig og mína. Einnig: Ég hef allt mitt hér, þarf ekkert að tengjast flugvellinum til að komast út á land. En það er þögull hluti þjóðarinnar sem býr í dreifðum byggðum landsins og greiðir í sameiginlega sjóði og er hluti af þessari þjóð, enda hefur landsbyggðarfólk þrár, vilja og langanir til höfuðborgarinnar til að sinna hugðarefnum sínum, eða þarf að sækja þjónustu Landspítalans rétt eins og við, enda er fólk á landsbyggðinni ekki annars flokks þegnar. Af hverju hugsar þjóðin ekki í meira mæli út fyrir rammann, rætur okkar flestra liggja úti á landi. Einnig heyrist hjá ákveðnum stjórnmálaöflum að það sé sjálfsagt að leyfa innflutning fólks frá fjarlægum löndum, sem býr við bágindi og erfiðleika, sem er ágæt hugsun, en sömu öfl snúa baki við sínum eigin þegnum í þessu máli. Það vekur einnig furðu að þingmenn landsbyggðarinnar skuli ekki standa allir saman sem einn, þegar flugvöllinn ber á góma. Síðan að borgarstjórinn skuli sjálfur hafa komið sér fyrir í Rögnunefndinni, það gat ekki verið ávísun á skynsamlega niðurstöðu.Engin tilviljun Það er engin tilviljun að flugvöllur var byggður í Vatnsmýrinni. Af hverju hlusta ráðamenn ekki á þjóðina, meirihlutinn vill flugvöllinn í Reykjavík, við búum við lýðræði er það ekki? Hann á að þróa og laga til framtíðar, það má gera í áföngum. En því miður hefur þar margt drabbast niður í áratugi. Að mínu viti á að reka í Reykjavík innanlandsflug, sjúkraflug og varaflugvöll, því þar eru allt önnur jarðlög en hraunið sem við sjáum sunnan Reykjavíkur. Þar er hætta á eldsumbrotum, væntanlega aðeins spurning um tíma. Það hefur aldrei talist skynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfuna, þá er betra fyrir eyþjóðina að hugsa meira um lífið sjálft en byggingar í Vatnsmýrinni. Undirritaður hefur nýlega þurft að njóta þjónustu Landspítalans vegna veikinda, sem verður seint fullþakkað. Að mínu mati er það mannréttindabrot gagnvart landsbyggðinni ef hróflað verður við flugvellinum. Ríkisstjórn sem vill láta taka sig alvarlega, enda þar fulltrúar þjóðarinnar, lætur ekki eigingjarna borgarstjórn eyðileggja þá þjóðar- og öryggishagsmuni sem Reykjavíkurflugvöllur er fyrir íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ef farið er yfir umræðuna um flugvöllinn þá hugsa borgaryfirvöld aðeins um þéttingu byggðar og vilja flæma flesta atvinnustarfsemi í burtu, þar á meðal völlinn. Þó að um flugvöllinn fari milli 300 og 400 þúsund farþegar árlega. Því miður er ríkjandi hjá allt of mörgum sem búa á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi viðhorf: Ég er heilsuhraust/ur og þarf lítið á sjúkrahúsi að halda, enda er það í 5-10 mín. fjarlægð fyrir mig og mína. Einnig: Ég hef allt mitt hér, þarf ekkert að tengjast flugvellinum til að komast út á land. En það er þögull hluti þjóðarinnar sem býr í dreifðum byggðum landsins og greiðir í sameiginlega sjóði og er hluti af þessari þjóð, enda hefur landsbyggðarfólk þrár, vilja og langanir til höfuðborgarinnar til að sinna hugðarefnum sínum, eða þarf að sækja þjónustu Landspítalans rétt eins og við, enda er fólk á landsbyggðinni ekki annars flokks þegnar. Af hverju hugsar þjóðin ekki í meira mæli út fyrir rammann, rætur okkar flestra liggja úti á landi. Einnig heyrist hjá ákveðnum stjórnmálaöflum að það sé sjálfsagt að leyfa innflutning fólks frá fjarlægum löndum, sem býr við bágindi og erfiðleika, sem er ágæt hugsun, en sömu öfl snúa baki við sínum eigin þegnum í þessu máli. Það vekur einnig furðu að þingmenn landsbyggðarinnar skuli ekki standa allir saman sem einn, þegar flugvöllinn ber á góma. Síðan að borgarstjórinn skuli sjálfur hafa komið sér fyrir í Rögnunefndinni, það gat ekki verið ávísun á skynsamlega niðurstöðu.Engin tilviljun Það er engin tilviljun að flugvöllur var byggður í Vatnsmýrinni. Af hverju hlusta ráðamenn ekki á þjóðina, meirihlutinn vill flugvöllinn í Reykjavík, við búum við lýðræði er það ekki? Hann á að þróa og laga til framtíðar, það má gera í áföngum. En því miður hefur þar margt drabbast niður í áratugi. Að mínu viti á að reka í Reykjavík innanlandsflug, sjúkraflug og varaflugvöll, því þar eru allt önnur jarðlög en hraunið sem við sjáum sunnan Reykjavíkur. Þar er hætta á eldsumbrotum, væntanlega aðeins spurning um tíma. Það hefur aldrei talist skynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfuna, þá er betra fyrir eyþjóðina að hugsa meira um lífið sjálft en byggingar í Vatnsmýrinni. Undirritaður hefur nýlega þurft að njóta þjónustu Landspítalans vegna veikinda, sem verður seint fullþakkað. Að mínu mati er það mannréttindabrot gagnvart landsbyggðinni ef hróflað verður við flugvellinum. Ríkisstjórn sem vill láta taka sig alvarlega, enda þar fulltrúar þjóðarinnar, lætur ekki eigingjarna borgarstjórn eyðileggja þá þjóðar- og öryggishagsmuni sem Reykjavíkurflugvöllur er fyrir íslenska þjóð.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun