8. júlí – stríðsglæpa minnst Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar