

8. júlí – stríðsglæpa minnst
Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa.
Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að.
Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.
Ekkert heimili endurbyggt
Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn.
Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust.
Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar