Innlent

Mega ekki miðla upplýsingum um börn

Sveinn Arnarsson skrifar
Persónuvernd segir miðlun upplýsinga til sérfræðinganefndar brjóta í bága við lög.
Persónuvernd segir miðlun upplýsinga til sérfræðinganefndar brjóta í bága við lög. vísir/vilhelm
Persónuvernd álítur að sérfræðingateymi velferðarráðuneytisins um þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir megi ekki fá upplýsingar frá sveitarfélögum eða barnaverndarnefndum landsins og vinna úr þeim upplýsingum. Telur Persónuvernd að það brjóti í bága við persónuverndarlög.

Velferðarráðuneytið óskaði sjálft eftir áliti stofnunarinnar á vinnu teymisins. Ingibjörg Broddadóttir, staðgengill skrifstofustjóra ráðuneytisins, segir að vinna nefndarinnar hafi verið stöðvuð í kjölfarið.

„Öllum aðilum málsins var sent bréf 1. júlí þar sem niðurstaða Persónuverndar var kynnt og upplýst að sérfræðingateymið myndi ekki starfa áfram fyrr en heimild teymisins til að taka við persónuupplýsingum lægi skýrt fyrir,“ segir Ingibjörg. „Ég vil einnig upplýsa um að í ráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að undirbúa stjórnsýslustofnun eða annan farveg fyrir eftirlit og ýmis stjórnsýsluverkefni sem nú eru unnin í ráðuneytinu.“

Teymið á „annars vegar að leggja mat á það hvort barn þurfi að flytjast að heiman í sérsniðið úrræði og hins vegar að veita ráðgjöf og leiðbeiningar um þjónustu og annan stuðning svo koma megi í veg fyrir að barn þurfi að flytjast að heiman,“ segir í áliti Persónuverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×