Sá á kvölina sem á völina Stella Á. Kristjánsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
100 ár eru liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og gaman að gleðjast yfir áföngum sem hafa náðst í kynjajafnrétti en eins að skoða hvaða hindranir eru enn í veginum til að staða kynjanna sé jöfn. Konur á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að kynjajafnrétti og þær verið frumkvöðlar á mörgum sviðum vegna ötullar baráttu kvenna sem og jafnréttissinnaðri þjóð. Það þarf að bæta viðhorf samfélagsins til kvenna og að virðing fyrir konum sé sú sama og fyrir körlum. Það er undarlegt hvað karlar virðast eiga auðvelt með að koma sér á framfæri og fá stuðning karla sem kvenna þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa. Það hefur vakið furðu mína að karlar séu formenn þriggja stórra stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta félagsmanna. Konur þurfa að spyrja sig krefjandi spurninga og líta í eigin barm ef þær vilja stuðla að jafnri stöðu kynjanna. Hvað veldur því að konur kjósa síður konur til áhrifastarfa og þegar það gerist þá er það enn þá undantekningin sem sannar regluna. Treysta konur ekki kynsystrum sínum til góðra verka, að láta hlusta á sig, að vera ákveðnar og rökfastar og að vera í forsvari á opinberum vettvangi? Að sama skapi er það umhugsunarefni ef konur sækjast síður eftir áhrifastöðum og finna ekki fyrir sambærilegum stuðningi og karlar. Formaður Félags grunnskólakennara hefur verið karl fyrir utan eina undantekningu í marga áratugi. Var staðan þannig að engin kona bauð sig fram til formennsku þegar kosið var síðast um formann hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og leikskólakennara þar sem konur eru í kringum 90-99% félagsmanna? Það er þá enn ein birtingarmyndin á ójafnri stöðu kynjanna á 21. öldinni og er valdletjandi fyrir konur og særir mitt femíníska hjarta.Á herðum kvenna Fjölmiðlar eru yfirfullir af körlum sem viðmælendum, greinahöfundum og álitsgjöfum. Konur þurfa að nota öll tækifæri sem gefast til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og ein leið til þess er að kjósa konur til áhrifastarfa og að auka þannig möguleika á að rödd og viðhorf kvenna heyrist til jafns við hinn helminginn af mannkyninu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum kvarta undan því að erfitt sé að fá konur í viðtöl og þarna kemur að okkur sjálfum, við þurfum að þora, vilja og geta eins og sungið var á kvennafrídaginn 1975. Það eru ekki góð skilaboð til samfélagsins og sér í lagi ungu kynslóðanna, að konur sjáist og heyrist ekki til jafns á við karla í fjölmiðlum og að þær séu ekki jafn virkar á öllum sviðum samfélagsins. Förum vel með kosningarétt okkar og hugum vel að því hvaða afleiðingar val okkar hefur fyrir ímynd kvenna og valdastöðu kvenna innan samfélagsins og jafnari stöðu kynjanna. Konur, spyrjið ykkur næst þegar þið notið kosningarétt ykkar hvort, þegar til lengri tíma er litið, atkvæði ykkar stuðli að framþróun í jafnréttismálum kynjanna. Samtakamáttur kvenna og barátta fyrir kynjajafnrétti mun hvíla fyrst og fremst á herðum kvenna við að efla virðingu og völd kvenna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar