Sjálfsvígssímtölum hefur fjölgað mikið Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. júní 2015 07:45 Algengasta dánarorsökin hjá ungum karlmönnum á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg. Nú er í gangi átak til þess að vekja athygli á þessu samfélagsmeini. NORDICPHOTOS/GETTY „Á fyrri hluta ársins hefur verið 42 prósenta aukning á sjálfsvígssímtölum miðað við í fyrra. Það er rúmlega eitt símtal eða spjall á dag sem snýst um sjálfsvíg. Hvort sem það er eigið sjálfsvíg eða sjálfsvíg annarra,“ segir Hjálmar Karlsson, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Í dag hefst átak Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins, Útmeð'a, sem snýr að því að vekja athygli á því samfélagsmeini sem sjálfsvíg ungra karlmanna er, en á Íslandi er það algengasta dánarorsök ungra karlmanna en árlega látast 4-6 af þess völdum. Hjálmar segir erfitt að meta af hverju þessum símtölum hafi fjölgað, líklega sé um samspil margra þátta að ræða. Aukin umræða er um sjálfsvíg og svo verði þau vör við fjölgun símtala þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hjá Hjálparsímanum starfa 75 sjálfboðaliðar og opið er allan sólarhringinn. Bæði er hægt að hafa samband í gegnum síma og netspjall.Salbjörg Bjarnadóttir„Í sjálfu sér er þetta ekki há tala en hún er samt há á mælikvarða okkar, ef við hugsum um aldurinn 15-24 ára þá erum við kannski að missa 6-8 á þessum aldri. Á ákveðnum árum hérna áður vorum við að missa fleiri, en ég held að forvarnarstarfið í skólum hafi komið sterkt inn,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Salbjörg segir ýmsar ástæður vera fyrir því að sjálfsvíg sé algengara meðal ungra karlmanna en meðal kvenna, en þær gera fleiri tilraunir til sjálfsvígs. Meðal annars eiga strákar erfiðara uppdráttar í skólakerfinu, brottfall meðal ungra karlmanna sé meira úr skólakerfinu og þeir eigi oft erfiðara með að tjá tilfinningar sínar ef eitthvað amar að. „Það sem er erfiðast með þennan unga hóp er að það er ekki alltaf undirliggjandi geðrænn sjúkdómur en það getur samt verið kvíði, hvatvísi og ástarsorg sem er mjög vanmetin hjá ungum mönnum,“ segir hún. „Hvatvísi ungra manna er kannski það sem er hættulegast, því þeir sjá kannski ekki fyrir endanleikann í dauðanum. Það besta sem við gerum er að hafa mikla fræðslu í skólunum um hvert eigi að leita ef maður lendir í vandræðum,“ segir Salbjörg. Í morgun fór hlaupahópur af stað sem hleypur hringinn um landið til þess að vekja athygli á átakinu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Á fyrri hluta ársins hefur verið 42 prósenta aukning á sjálfsvígssímtölum miðað við í fyrra. Það er rúmlega eitt símtal eða spjall á dag sem snýst um sjálfsvíg. Hvort sem það er eigið sjálfsvíg eða sjálfsvíg annarra,“ segir Hjálmar Karlsson, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Í dag hefst átak Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins, Útmeð'a, sem snýr að því að vekja athygli á því samfélagsmeini sem sjálfsvíg ungra karlmanna er, en á Íslandi er það algengasta dánarorsök ungra karlmanna en árlega látast 4-6 af þess völdum. Hjálmar segir erfitt að meta af hverju þessum símtölum hafi fjölgað, líklega sé um samspil margra þátta að ræða. Aukin umræða er um sjálfsvíg og svo verði þau vör við fjölgun símtala þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hjá Hjálparsímanum starfa 75 sjálfboðaliðar og opið er allan sólarhringinn. Bæði er hægt að hafa samband í gegnum síma og netspjall.Salbjörg Bjarnadóttir„Í sjálfu sér er þetta ekki há tala en hún er samt há á mælikvarða okkar, ef við hugsum um aldurinn 15-24 ára þá erum við kannski að missa 6-8 á þessum aldri. Á ákveðnum árum hérna áður vorum við að missa fleiri, en ég held að forvarnarstarfið í skólum hafi komið sterkt inn,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Salbjörg segir ýmsar ástæður vera fyrir því að sjálfsvíg sé algengara meðal ungra karlmanna en meðal kvenna, en þær gera fleiri tilraunir til sjálfsvígs. Meðal annars eiga strákar erfiðara uppdráttar í skólakerfinu, brottfall meðal ungra karlmanna sé meira úr skólakerfinu og þeir eigi oft erfiðara með að tjá tilfinningar sínar ef eitthvað amar að. „Það sem er erfiðast með þennan unga hóp er að það er ekki alltaf undirliggjandi geðrænn sjúkdómur en það getur samt verið kvíði, hvatvísi og ástarsorg sem er mjög vanmetin hjá ungum mönnum,“ segir hún. „Hvatvísi ungra manna er kannski það sem er hættulegast, því þeir sjá kannski ekki fyrir endanleikann í dauðanum. Það besta sem við gerum er að hafa mikla fræðslu í skólunum um hvert eigi að leita ef maður lendir í vandræðum,“ segir Salbjörg. Í morgun fór hlaupahópur af stað sem hleypur hringinn um landið til þess að vekja athygli á átakinu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira