Vel heppnuð hátíð í Skagafirði Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júní 2015 09:30 Hin frábæra Emiliana Torrini kom fram á hátíðinni ásamt hljómsveit. Hér sjáum við hina glæsilegu eyju, Drangey í bakgrunn í glæsilegu sólsetri. Mynd/Pétur Ingi Björnsson Tónlistarhátíðin Drangey Festival – þar sem vegurinn endar, var haldin í fyrsta sinn í Skagafirði um helgina. „Það má segja að frumraunin hafi gengið vonum framar, það gekk allt rosalega vel,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar komu fram Emiliana Torrini, Jónas Sigurðsson, Contalgen Funeral og Magni Ásgeirsson, en þess má til gamans geta að Áskell Heiðar skipuleggjandi og Magni eru bræður. Ásamt Áskeli Heiðari standa þeir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Viggó Jónsson einnig á bak við hátíðina en hún fór fram á Reykjum á Reykjaströnd, skammt frá Sauðárkróki. „Við höfum lengi pælt í gera eitthvað þessu líkt en hugmyndin um þennan stað fæddist seint í vetur. Við Guðbrandur Ægir höfum staðið á bak við Bræðsluna með Magna bróður og þekkjum þetta form því ágætlega,“ segir Áskell Heiðar. Það má með sanni segja að veðrið og fegurðin hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og myndin gefur til kynna. Góð stemning var á meðal áhorfenda.Mynd/Pétur Ingi BjörnssonNafn hátíðarinnar er dregið af staðsetningunni en hátíðin fór fram þar sem vegurinn endar á Reykjaströnd, í stórbrotinni náttúru þar sem Tindastóll, Grettislaug, Drangey og Atlantshafið mynduðu stórkostlega umgjörð. Talið er að um 800 manns hafi sótt hátíðina. „Næsta spurning er hvort þetta sé komið til að vera. Það voru margir sem höfðu orð á því að þetta þyrftum við að gera aftur. Það var ákveðin stemning og ákveðnir töfrar sem við náðum upp, í líkingu við Bræðsluna. Það var mjög góður andi og góð stemning sem við vorum að leitast eftir og við náðum því. Þetta var ákveðin tilraun um hvernig tækist til og gekk rosalega vel í þessari ótrúlegu náttúrufegurð,“ útskýrir Áskell Heiðar alsæll með hátíðina.Jónas Sigurðsson kom fram ásamt hljómsveitinni sinni Ritvélum framtíðarinnar við góðar undirtektir áhorfenda.Mynd/Pétur Ingi Björnsson Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Drangey Festival – þar sem vegurinn endar, var haldin í fyrsta sinn í Skagafirði um helgina. „Það má segja að frumraunin hafi gengið vonum framar, það gekk allt rosalega vel,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar komu fram Emiliana Torrini, Jónas Sigurðsson, Contalgen Funeral og Magni Ásgeirsson, en þess má til gamans geta að Áskell Heiðar skipuleggjandi og Magni eru bræður. Ásamt Áskeli Heiðari standa þeir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Viggó Jónsson einnig á bak við hátíðina en hún fór fram á Reykjum á Reykjaströnd, skammt frá Sauðárkróki. „Við höfum lengi pælt í gera eitthvað þessu líkt en hugmyndin um þennan stað fæddist seint í vetur. Við Guðbrandur Ægir höfum staðið á bak við Bræðsluna með Magna bróður og þekkjum þetta form því ágætlega,“ segir Áskell Heiðar. Það má með sanni segja að veðrið og fegurðin hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og myndin gefur til kynna. Góð stemning var á meðal áhorfenda.Mynd/Pétur Ingi BjörnssonNafn hátíðarinnar er dregið af staðsetningunni en hátíðin fór fram þar sem vegurinn endar á Reykjaströnd, í stórbrotinni náttúru þar sem Tindastóll, Grettislaug, Drangey og Atlantshafið mynduðu stórkostlega umgjörð. Talið er að um 800 manns hafi sótt hátíðina. „Næsta spurning er hvort þetta sé komið til að vera. Það voru margir sem höfðu orð á því að þetta þyrftum við að gera aftur. Það var ákveðin stemning og ákveðnir töfrar sem við náðum upp, í líkingu við Bræðsluna. Það var mjög góður andi og góð stemning sem við vorum að leitast eftir og við náðum því. Þetta var ákveðin tilraun um hvernig tækist til og gekk rosalega vel í þessari ótrúlegu náttúrufegurð,“ útskýrir Áskell Heiðar alsæll með hátíðina.Jónas Sigurðsson kom fram ásamt hljómsveitinni sinni Ritvélum framtíðarinnar við góðar undirtektir áhorfenda.Mynd/Pétur Ingi Björnsson
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira