Jafnrétti er viðskiptatækifæri Birna Bragadóttir og Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. júní 2015 07:00 Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar