Lýðræðishalli í 20 ár Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 24. júní 2015 12:00 EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar