Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar 18. júní 2015 08:00 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Jafnréttissjóðurinn er stofnaður í tilefni þessara tímamóta. VÍSIR/STEFÁN Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“ Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Lést eftir að verða fyrir skoti í Árnessýslu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Lést eftir að verða fyrir skoti í Árnessýslu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira