Strákarnir vilja sópa upp eftir sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 07:00 Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson.
Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira