Innlent

Endurgreiða sex milljónir króna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kynna má sér leiðréttingu sorphirðugjalda Akraness á heimasíðu bæjarins.
Kynna má sér leiðréttingu sorphirðugjalda Akraness á heimasíðu bæjarins. Fréttablaðið/GVA
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að endurákvarða sorphirðugjöld fyrir 2014. Er það gert með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því í marslok um að gjaldtaka Akraneskaupstaðar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið aflað umsagnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands um gjaldskrá.

„Bæjarstjórn samþykkti að allur tekjuafgangur málaflokksins samkvæmt ársreikningi 2014, að fjárhæð krónur 6.178.371 komi að fullu til lækkunar áður ákvörðuðum gjöldum sem felur í sér lækkun um 8,04 prósent auk vaxta,“ segir á vef bæjarfélagsins.

Fram kemur að fjárhæð sorphreinsunargjaldsins verði 14.799 krónur í stað 16.095, sem sé lækkun um 1.296 krónur og að fjárhæð sorpeyðingargjaldsins verði 12.620 krónur í stað 13.725, lækki um 1.105 krónur.

„Sorpgjöldin eru innheimt með fasteignagjöldum og er stefnt að því að leiðréttingin fari fram þann 15. júlí næstkomandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×