Innlent

Aldrei fleiri sótt um nám í HA

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Aukin sókn er líka í framhaldsnám við HA, mest í heimskautarétti (e. polar law).
Aukin sókn er líka í framhaldsnám við HA, mest í heimskautarétti (e. polar law). Fréttablaðið/Pjetur
Aldrei hafa fleiri sótt um nám við Háskólann á Akureyri en fyrir næstu önn, að því er segir á vef skólans.

Umsóknir eru 30 prósentum fleiri en í fyrra og þakkar rektor breytinguna „þrotlausri vinnu starfsfólks skólans“.

Rúmlega 1.400 umsóknir höfðu borist um skólavist fyrir haustið 2015 þegar frestur rann út 5. júní og er þetta mesti fjöldi umsókna sem borist hefur skólanum frá upphafi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×