Gúglaði hættur þess að hlæja of mikið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:00 Leikhópurinn telur sautján manns og koma þau fram stuttu á undan Amy Pohler á hátíðinni í júní. mynd/ImprovIceland „Við erum að fara á hátíð sem hefur verið haldin í sautján ár. Þetta eru 72 klukkutímar af spuna í sjö leikhúsum,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, listrænn stjórnandi spunaleikhópsins The Entire Population of Iceland. Hópurinn leggur land undir fót í júní og ferðast til New York þar sem hann mun sýna á Del Close-spunahátíðinni hjá UCB-leikhúsinu þar í borg. En á hátíðinni sýna margir af kunnustu gamanleikurum og handritshöfunum Bandaríkjanna. Sýningarnar eru sýndar allan sólarhringinn í 72 klukkutíma samfleytt og því hægt að lenda á sýningartíma hvenær sem er dagsins en hópurinn hafði svo sannarlega heppnina með sér. „Við verðum á sama sviði og Amy Pohler sem er í næstu sýningu á eftir okkur. Ég var svolítið hrædd um að við myndum fá spott klukkan fimm um nóttina. En við fengum besta spottið sem er fyndið,“ segir Dóra glöð í bragði. The Entire Population of Iceland er sprottið upp úr leikfélaginu Improv Iceland sem æfir saman spuna undir stjórn Dóru en hún hefur lært langspuna síðastliðin ár í UCB-leikhúsinu í New York. Hún segir mikið stuð vera á æfingunum en á miðvikudaginn kom til landsins spunakennarinn Christian Capozzoli sem þjálfa mun hópinn fyrir ferðina og einnig halda vinnubúðir sem opnar verða öllum áhugasömum.Dóra er listrænn stjórnandi hópsins og segir spunann vera ávanabindandi.Vísir/GVAÁ spunahátíðinni heldur hópurinn klukkutímasýningu sem unnin er upp úr einu orði frá áhorfanda en Dóra segir spunann ógnvænlegt og ótrúlega skemmtilegt form. „Það er svo mikið kikk að vera í svona klikkaðri óvissu. Að standa bara á sviði og vita ekkert hvað maður er að fara að gera,“ segir hún og bætir við: „Spuninn er algjörlega ávanabindandi, þegar maður byrjar í þessu þá getur maður ekki hætt.“ Hópurinn er fjölbreyttur og stendur saman af alls konar fólki sem hefur áhuga á því að koma fram en ekki endilega vera leikarar. Meðal annars eru leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn, verkfræðingur, sundlaugarvörður og frístundakennari og Dóra segir svo mikið fjör á æfingum að hún hafi óttast um heilsu sína sökum hláturs. „Ég hlæ svo mikið að stundum hef ég fengið áhyggjur. Ég hef í alvöru komið heim og gúglað hvort það sé líkamlega hættulegt að hlæja svona mikið af því mér fannst þetta svo mikil áreynsla,“ segir Dóra skellihlæjandi og bætir við: „Mér fannst ég bara vera að sprengja einhverjar æðar og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið hollt.“ Henni hefur þó ekki orðið meint af hlátrinum og hún hlakkar mikið til að halda utan og halda áfram með spunanámskeiðin.The Entire Population of Iceland efnir til fjáröflunarsýninga í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld og næstkomandi föstudag. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og eru sýningarnar klukkan 19.00 og 21.00. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
„Við erum að fara á hátíð sem hefur verið haldin í sautján ár. Þetta eru 72 klukkutímar af spuna í sjö leikhúsum,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, listrænn stjórnandi spunaleikhópsins The Entire Population of Iceland. Hópurinn leggur land undir fót í júní og ferðast til New York þar sem hann mun sýna á Del Close-spunahátíðinni hjá UCB-leikhúsinu þar í borg. En á hátíðinni sýna margir af kunnustu gamanleikurum og handritshöfunum Bandaríkjanna. Sýningarnar eru sýndar allan sólarhringinn í 72 klukkutíma samfleytt og því hægt að lenda á sýningartíma hvenær sem er dagsins en hópurinn hafði svo sannarlega heppnina með sér. „Við verðum á sama sviði og Amy Pohler sem er í næstu sýningu á eftir okkur. Ég var svolítið hrædd um að við myndum fá spott klukkan fimm um nóttina. En við fengum besta spottið sem er fyndið,“ segir Dóra glöð í bragði. The Entire Population of Iceland er sprottið upp úr leikfélaginu Improv Iceland sem æfir saman spuna undir stjórn Dóru en hún hefur lært langspuna síðastliðin ár í UCB-leikhúsinu í New York. Hún segir mikið stuð vera á æfingunum en á miðvikudaginn kom til landsins spunakennarinn Christian Capozzoli sem þjálfa mun hópinn fyrir ferðina og einnig halda vinnubúðir sem opnar verða öllum áhugasömum.Dóra er listrænn stjórnandi hópsins og segir spunann vera ávanabindandi.Vísir/GVAÁ spunahátíðinni heldur hópurinn klukkutímasýningu sem unnin er upp úr einu orði frá áhorfanda en Dóra segir spunann ógnvænlegt og ótrúlega skemmtilegt form. „Það er svo mikið kikk að vera í svona klikkaðri óvissu. Að standa bara á sviði og vita ekkert hvað maður er að fara að gera,“ segir hún og bætir við: „Spuninn er algjörlega ávanabindandi, þegar maður byrjar í þessu þá getur maður ekki hætt.“ Hópurinn er fjölbreyttur og stendur saman af alls konar fólki sem hefur áhuga á því að koma fram en ekki endilega vera leikarar. Meðal annars eru leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn, verkfræðingur, sundlaugarvörður og frístundakennari og Dóra segir svo mikið fjör á æfingum að hún hafi óttast um heilsu sína sökum hláturs. „Ég hlæ svo mikið að stundum hef ég fengið áhyggjur. Ég hef í alvöru komið heim og gúglað hvort það sé líkamlega hættulegt að hlæja svona mikið af því mér fannst þetta svo mikil áreynsla,“ segir Dóra skellihlæjandi og bætir við: „Mér fannst ég bara vera að sprengja einhverjar æðar og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið hollt.“ Henni hefur þó ekki orðið meint af hlátrinum og hún hlakkar mikið til að halda utan og halda áfram með spunanámskeiðin.The Entire Population of Iceland efnir til fjáröflunarsýninga í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld og næstkomandi föstudag. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og eru sýningarnar klukkan 19.00 og 21.00.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira