Lífið

Sextugsafmælis Kópavogsbæjar fagnað í dag með dúndrandi veislu í Kórnum

Guðrún Ansnes skrifar
Guðrún Gunnarsdóttir tók lagið á æfingu á föstudag. Sviðið mun svigna síðar í dag þegar boðið verður upp á ókeypis afmælisveislu fyrir velunnara Kópavogs.
Guðrún Gunnarsdóttir tók lagið á æfingu á föstudag. Sviðið mun svigna síðar í dag þegar boðið verður upp á ókeypis afmælisveislu fyrir velunnara Kópavogs. Vísir/Valli
„Við hefðum þegið Timberlake-sviðið, þetta er enginn smá hópur sem kemur hér saman,“ segir Felix Bergsson, listrænn stjórnandi afmælistónleika Kópavogsbæjar, sem fram fara síðar í dag í Kórnum.

Í tilefni sextíu ára afmælisins hafa fjölmargir listamenn boðað komu sína, en þeir eiga það sameiginlegt að vera beintengdir við bæjarfélagið. „Við erum að tala um listamenn sem hafa búið hérna, búa hérna núna eða hafa sterkar rætur hingað.

Til dæmis má nefna Guðrúnu Gunnarsdóttir, Sölku Sól, Stefán Hilmarsson, Eyþór Inga, Siggu Beinteins, Dr. Gunna og Blaz Roca, Ríó Tríó og Gissur Pál Gissurarson. Verða um sex hundruð manns sem koma fram þennan sunnudaginn í Kórnum,“ útskýrir Felix og bætir við að sennilega sé hann sá eini sem ekki á rætur sínar að rekja til Kópavogs, „fyrir utan Sögu Garðarsdóttur auðvitað, en hún er núna orðin tengdadóttir Kópavogs. Hún mun verða kynnir ásamt tengdaföður sínum, Helga Péturssyni úr Ríó Tríói. Hún er Reykvíkingur í húð og hár, og mun rýna í samfélagið svona utan frá,“ segir Felix og skellir uppúr. 

„Þetta verður ein og hálf klukkustund sem verður undirlögð í brjálæðislega mikla sýningu. Það verður ekki dauð stund, ég ábyrgist það,“ tjáði Felix blaðamanni, en æfingar stóðu sem hæst þegar náðist í hann.

„Mikið hefur verið lagt í þetta og ekki snefill gefinn eftir. Það er nokkuð ljóst að reynslan af Timberlake-tónleikunum er að skila sér margfalt í þessu skipulagi hérna,“ útskýrir Felix og bætir við: „Hér gengur allt smurt, og ekki einu sinni prímadonnustælar í öllum þessum hæfileikabúntum hér.“


Tengdar fréttir

Framtak Kópavogsbæjar lofsamað

Haustið 2010 var tekin upp ný aðferð við útreikninga á lóðagjöldum þegar samþykkt var ákveðið lágmarksviðmiðunarverð.

Gróska í Kópavogi á afmælisári

Kópavogur fagnar sextugsafmæli í ár. Það er ástæða til að fagna og gaman væri að sjá sem flesta gesti í bænum nú um helgina þar sem mikið verður um dýrðir í aðdraganda afmælisdagsins sjálfs, sem er 11. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.