Gróska í Kópavogi á afmælisári Ármann Kr. Ólafsson skrifar 8. maí 2015 15:40 Kópavogur fagnar sextugsafmæli í ár. Það er ástæða til að fagna og gaman væri að sjá sem flesta gesti í bænum nú um helgina þar sem mikið verður um dýrðir í aðdraganda afmælisdagsins sjálfs, sem er 11. maí. Sérstaklega vil ég bjóða alla velkomna á stórtónleika í Kórnum á sunnudag. Mikil uppbygging er í Kópavogi um þessar mundir. Í vetur var hafist handa við að undirbúa spjaldtölvuvæðingu grunnskóla bæjarins, afar viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem mun gera góða skóla Kópavogs enn betri. Þá hófust í vetur framkvæmdir á Glaðheimasvæðinu svonefnda þar sem bærinn er að undirbúa lóðir fyrir byggingu fjölbýlishúsa en byggingaframkvæmdir hefjast í sumar. Atvinnulífið blómstrar í bænum. Hér er fjöldi fyrirtækja, stórra og smárra enda sækja íbúar alls staðar af höfuðborgarsvæðinu margvíslega þjónustu í Kópavogi. Innan tíðar verður kynnt ný menningarstefna og í liðinni viku samþykkti bæjarstjórn metnaðarfulla jafnréttis- og mannréttindastefnu. Það er hefð fyrir því að gera jafnréttismálum hátt undir höfði í Kópavogi, hér var sett á laggirnar fyrsta jafnréttisnefnd landsins fyrir réttum 40 árum síðan og Hulda Jakobsdóttir gegndi hér fyrst kvenna á Íslandi embætti bæjarstjóra, á árunum 1957-1962. Lýðheilsumál eru ofarlega á baugi og er unnið að nýrri lýðheilsustefnu í bænum. Rekstur bæjarfélagsins gengur vel eins og ársreikningur sýnir, þjónusta við bæjarbúa er góð en sífellt er unnið að því að gera hana betri. Það er því með mikill ánægju að Kópavogsbær efnir til afmælistónleika í Kórnum á sunnudag klukkan fjögur. Þar kemur fram fjölbreyttur hópur tónlistarmanna á öllum aldri sem margir eru í fremstu röð tónlistarmanna landsins og allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar, ýmist núverandi eða fyrrverandi. Ég vonast eftir því að sjá sem flesta, bæði Kópavogsbúa og aðra góða gesti og veit að tónleikagestir verða ekki sviknir enda dagskráin metnaðarfull og spennandi. En það verður ekki bara fjör í Kórnum um helgina. Gestum og gangandi verður boðið í afmælisveislu í Smáralind á laugardag, þar verður kaka, kaffi og skemmtiatriði. Gestir sundlauganna fá sérlega góðar mótttökur á laugardag, eldri borgarar bjóða á handverkssýningu um helgina og þríþrautarkeppnin Þríkó verður haldin á sunnudagsmorgni í Vesturbæ Kópavogs. Semsagt líf og fjör um allan bæ. Sjáumst í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kópavogur fagnar sextugsafmæli í ár. Það er ástæða til að fagna og gaman væri að sjá sem flesta gesti í bænum nú um helgina þar sem mikið verður um dýrðir í aðdraganda afmælisdagsins sjálfs, sem er 11. maí. Sérstaklega vil ég bjóða alla velkomna á stórtónleika í Kórnum á sunnudag. Mikil uppbygging er í Kópavogi um þessar mundir. Í vetur var hafist handa við að undirbúa spjaldtölvuvæðingu grunnskóla bæjarins, afar viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem mun gera góða skóla Kópavogs enn betri. Þá hófust í vetur framkvæmdir á Glaðheimasvæðinu svonefnda þar sem bærinn er að undirbúa lóðir fyrir byggingu fjölbýlishúsa en byggingaframkvæmdir hefjast í sumar. Atvinnulífið blómstrar í bænum. Hér er fjöldi fyrirtækja, stórra og smárra enda sækja íbúar alls staðar af höfuðborgarsvæðinu margvíslega þjónustu í Kópavogi. Innan tíðar verður kynnt ný menningarstefna og í liðinni viku samþykkti bæjarstjórn metnaðarfulla jafnréttis- og mannréttindastefnu. Það er hefð fyrir því að gera jafnréttismálum hátt undir höfði í Kópavogi, hér var sett á laggirnar fyrsta jafnréttisnefnd landsins fyrir réttum 40 árum síðan og Hulda Jakobsdóttir gegndi hér fyrst kvenna á Íslandi embætti bæjarstjóra, á árunum 1957-1962. Lýðheilsumál eru ofarlega á baugi og er unnið að nýrri lýðheilsustefnu í bænum. Rekstur bæjarfélagsins gengur vel eins og ársreikningur sýnir, þjónusta við bæjarbúa er góð en sífellt er unnið að því að gera hana betri. Það er því með mikill ánægju að Kópavogsbær efnir til afmælistónleika í Kórnum á sunnudag klukkan fjögur. Þar kemur fram fjölbreyttur hópur tónlistarmanna á öllum aldri sem margir eru í fremstu röð tónlistarmanna landsins og allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar, ýmist núverandi eða fyrrverandi. Ég vonast eftir því að sjá sem flesta, bæði Kópavogsbúa og aðra góða gesti og veit að tónleikagestir verða ekki sviknir enda dagskráin metnaðarfull og spennandi. En það verður ekki bara fjör í Kórnum um helgina. Gestum og gangandi verður boðið í afmælisveislu í Smáralind á laugardag, þar verður kaka, kaffi og skemmtiatriði. Gestir sundlauganna fá sérlega góðar mótttökur á laugardag, eldri borgarar bjóða á handverkssýningu um helgina og þríþrautarkeppnin Þríkó verður haldin á sunnudagsmorgni í Vesturbæ Kópavogs. Semsagt líf og fjör um allan bæ. Sjáumst í Kópavogi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun