Götur borgarinnar gleðja bílrúðusala Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2015 19:38 Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Bílrúðusali áætlar að malbiksskemmdir hafi frá áramótum kostað milljón á dag í auknum rúðuviðgerðum. Þegar malbikið brotnar upp situr eftir urmull af smásteinum á götunum sem þeytast svo upp undan dekkjum bílanna. Afleiðingin er fleiri heimsóknir bíleigenda til fyrirtækja sem sinna bílrúðuviðgerðum. Fyrirtækið Orka ehf. hefur um áratugaskeið annast bílrúðuskipti og viðgerðir og er jafnframt einn helsti bílrúðuinnflytjandi landsins. Eigandinn, Páll Helgi Guðmundsson, segist svo sem ekki gráta ástandið. „Þetta er bara vertíð,“ segir Páll og kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þú sérð göturnar. Það er allt í sprungum og upplausn og grjótið um allt. Það er afleiðingin.“ Hjá Orku segjast þeir aldrei hafa haft jafnmikið að gera. „Það er svona 50% aukning frá áramótum í bílrúðuísetningum,“ segir Páll.Viðbótarkostnaður vegna helmingsaukningar bílrúðutjóna í borginni er áætlaður allt að milljón króna á dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ef menn eru tryggðir fyrir framrúðubrotum bætir tryggingafélag venjulega 85 prósent tjónsins, en á endanum lendir kostnaðurinn auðvitað á bíleigendum. Og hvert tjón er dýrt. Rúða með ísetningu kostar frá 50-60 þúsund krónum og yfir 100 þúsund krónur, og þaðan af meira eftir rúðunni, segir Páll. Í þeim tilvikum þar sem sár eftir stein er bara ein lítil stjarna er hægt að lagfæra það með sérstakri tækni, sem kostar mun minna. En hvað þýðir 50 prósenta aukning bílrúðutjóna í heildarkostnað fyrir samfélagið? „Án ábyrgðar, þá er það svona 800 þúsund til ein milljón á dag,“ áætlar Páll viðbótarkostnaðinn á degi hverjum vegna aukinna bílrúðubrota frá áramótum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Bílrúðusali áætlar að malbiksskemmdir hafi frá áramótum kostað milljón á dag í auknum rúðuviðgerðum. Þegar malbikið brotnar upp situr eftir urmull af smásteinum á götunum sem þeytast svo upp undan dekkjum bílanna. Afleiðingin er fleiri heimsóknir bíleigenda til fyrirtækja sem sinna bílrúðuviðgerðum. Fyrirtækið Orka ehf. hefur um áratugaskeið annast bílrúðuskipti og viðgerðir og er jafnframt einn helsti bílrúðuinnflytjandi landsins. Eigandinn, Páll Helgi Guðmundsson, segist svo sem ekki gráta ástandið. „Þetta er bara vertíð,“ segir Páll og kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þú sérð göturnar. Það er allt í sprungum og upplausn og grjótið um allt. Það er afleiðingin.“ Hjá Orku segjast þeir aldrei hafa haft jafnmikið að gera. „Það er svona 50% aukning frá áramótum í bílrúðuísetningum,“ segir Páll.Viðbótarkostnaður vegna helmingsaukningar bílrúðutjóna í borginni er áætlaður allt að milljón króna á dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ef menn eru tryggðir fyrir framrúðubrotum bætir tryggingafélag venjulega 85 prósent tjónsins, en á endanum lendir kostnaðurinn auðvitað á bíleigendum. Og hvert tjón er dýrt. Rúða með ísetningu kostar frá 50-60 þúsund krónum og yfir 100 þúsund krónur, og þaðan af meira eftir rúðunni, segir Páll. Í þeim tilvikum þar sem sár eftir stein er bara ein lítil stjarna er hægt að lagfæra það með sérstakri tækni, sem kostar mun minna. En hvað þýðir 50 prósenta aukning bílrúðutjóna í heildarkostnað fyrir samfélagið? „Án ábyrgðar, þá er það svona 800 þúsund til ein milljón á dag,“ áætlar Páll viðbótarkostnaðinn á degi hverjum vegna aukinna bílrúðubrota frá áramótum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira