Götur borgarinnar gleðja bílrúðusala Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2015 19:38 Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Bílrúðusali áætlar að malbiksskemmdir hafi frá áramótum kostað milljón á dag í auknum rúðuviðgerðum. Þegar malbikið brotnar upp situr eftir urmull af smásteinum á götunum sem þeytast svo upp undan dekkjum bílanna. Afleiðingin er fleiri heimsóknir bíleigenda til fyrirtækja sem sinna bílrúðuviðgerðum. Fyrirtækið Orka ehf. hefur um áratugaskeið annast bílrúðuskipti og viðgerðir og er jafnframt einn helsti bílrúðuinnflytjandi landsins. Eigandinn, Páll Helgi Guðmundsson, segist svo sem ekki gráta ástandið. „Þetta er bara vertíð,“ segir Páll og kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þú sérð göturnar. Það er allt í sprungum og upplausn og grjótið um allt. Það er afleiðingin.“ Hjá Orku segjast þeir aldrei hafa haft jafnmikið að gera. „Það er svona 50% aukning frá áramótum í bílrúðuísetningum,“ segir Páll.Viðbótarkostnaður vegna helmingsaukningar bílrúðutjóna í borginni er áætlaður allt að milljón króna á dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ef menn eru tryggðir fyrir framrúðubrotum bætir tryggingafélag venjulega 85 prósent tjónsins, en á endanum lendir kostnaðurinn auðvitað á bíleigendum. Og hvert tjón er dýrt. Rúða með ísetningu kostar frá 50-60 þúsund krónum og yfir 100 þúsund krónur, og þaðan af meira eftir rúðunni, segir Páll. Í þeim tilvikum þar sem sár eftir stein er bara ein lítil stjarna er hægt að lagfæra það með sérstakri tækni, sem kostar mun minna. En hvað þýðir 50 prósenta aukning bílrúðutjóna í heildarkostnað fyrir samfélagið? „Án ábyrgðar, þá er það svona 800 þúsund til ein milljón á dag,“ áætlar Páll viðbótarkostnaðinn á degi hverjum vegna aukinna bílrúðubrota frá áramótum. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Bílrúðusali áætlar að malbiksskemmdir hafi frá áramótum kostað milljón á dag í auknum rúðuviðgerðum. Þegar malbikið brotnar upp situr eftir urmull af smásteinum á götunum sem þeytast svo upp undan dekkjum bílanna. Afleiðingin er fleiri heimsóknir bíleigenda til fyrirtækja sem sinna bílrúðuviðgerðum. Fyrirtækið Orka ehf. hefur um áratugaskeið annast bílrúðuskipti og viðgerðir og er jafnframt einn helsti bílrúðuinnflytjandi landsins. Eigandinn, Páll Helgi Guðmundsson, segist svo sem ekki gráta ástandið. „Þetta er bara vertíð,“ segir Páll og kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þú sérð göturnar. Það er allt í sprungum og upplausn og grjótið um allt. Það er afleiðingin.“ Hjá Orku segjast þeir aldrei hafa haft jafnmikið að gera. „Það er svona 50% aukning frá áramótum í bílrúðuísetningum,“ segir Páll.Viðbótarkostnaður vegna helmingsaukningar bílrúðutjóna í borginni er áætlaður allt að milljón króna á dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ef menn eru tryggðir fyrir framrúðubrotum bætir tryggingafélag venjulega 85 prósent tjónsins, en á endanum lendir kostnaðurinn auðvitað á bíleigendum. Og hvert tjón er dýrt. Rúða með ísetningu kostar frá 50-60 þúsund krónum og yfir 100 þúsund krónur, og þaðan af meira eftir rúðunni, segir Páll. Í þeim tilvikum þar sem sár eftir stein er bara ein lítil stjarna er hægt að lagfæra það með sérstakri tækni, sem kostar mun minna. En hvað þýðir 50 prósenta aukning bílrúðutjóna í heildarkostnað fyrir samfélagið? „Án ábyrgðar, þá er það svona 800 þúsund til ein milljón á dag,“ áætlar Páll viðbótarkostnaðinn á degi hverjum vegna aukinna bílrúðubrota frá áramótum.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira