Þjófnaður á tímum verkfalla Kristinn Árnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun