Aukum eldvarnir í leiguhúsnæði Garðar H. Guðjónsson og Bjarni kjartansson skrifar 30. apríl 2015 09:15 Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Þeir síðarnefndu eru mun líklegri til að hafa tilskilinn fjölda reykskynjara, slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað og tryggja þannig öryggi sitt ef til eldsvoða kemur. Staðreyndin er jafnframt því miður sú að leiguhúsnæði er oft lakar úr garði gert með tilliti til eldvarna og á það einkum við um eldra húsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Það er því mikið fagnaðarefni að í frumvarpi húsnæðis- og félagsmálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum skuli kveðið á um skyldu leigusala til að tryggja lágmarks eldvarnir í leiguhúsnæði. Í ljósi niðurstaðna kannana Capacent hafði Eldvarnabandalagið ítrekað bent velferðarráðuneytinu á nauðsyn þess að setja ákvæði um eldvarnir í húsaleigulög. Það er óneitanlega ánægjulegt að ráðherra skuli hafa brugðist við með þessum hætti. Við bindum vonir við að þessi ákvæði hljóti náð fyrir augum löggjafans og verði til þess að bæta eldvarnir í leiguhúsnæði þegar fram líða stundir. Í athugasemdum við ákvæði um skyldu til eldvarna segir að gert sé ráð fyrir að lágmarki reykskynjara og slökkvitæki.Líka á ábyrgð leigjenda Ákvæði um lágmarks eldvarnir leysir leigjendur þó ekki undan ábyrgð á eigin eldvörnum. Lágmarksbúnaður dugir sjaldnast til að tryggja öryggi íbúanna. Eftirfarandi ætti að vera staðalbúnaður í hverri íbúð:Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri.Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið.Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Til upplýsingar er rétt að geta þess að Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf.Eldvarnir eldra leiguhúsnæðis Eldvarnabandalagið hefur jafnframt bent stjórnvöldum á að leita þurfi leiða til að auka eldvarnir í eldra leiguhúsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Þekkt er að í ákveðnum hverfum, til dæmis í höfuðborginni, er í útleigu húsnæði þar sem eldvörnum er verulega ábótavant. Það á meðal annars við um brunahólfanir og skort á viðvörun og flóttaleiðum. Umræður um þetta efni eru á byrjunarstigi hér á landi en benda má á að yfirvöld í Ósló í Noregi hafa náð talsverðum árangri í því að efla eldvarnir í eldra húsnæði og hefur þar verið lögð sérstök áhersla á að kröfur um úrbætur séu byggðar á meðalhófi og raunsæi með tilliti til kostnaðar. Eldvarnarbandalagið hyggst fylgja þessum hugmyndum eftir og bindur vonir við að stjórnvöld sýni þeim nauðsynlegan skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Þeir síðarnefndu eru mun líklegri til að hafa tilskilinn fjölda reykskynjara, slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað og tryggja þannig öryggi sitt ef til eldsvoða kemur. Staðreyndin er jafnframt því miður sú að leiguhúsnæði er oft lakar úr garði gert með tilliti til eldvarna og á það einkum við um eldra húsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Það er því mikið fagnaðarefni að í frumvarpi húsnæðis- og félagsmálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum skuli kveðið á um skyldu leigusala til að tryggja lágmarks eldvarnir í leiguhúsnæði. Í ljósi niðurstaðna kannana Capacent hafði Eldvarnabandalagið ítrekað bent velferðarráðuneytinu á nauðsyn þess að setja ákvæði um eldvarnir í húsaleigulög. Það er óneitanlega ánægjulegt að ráðherra skuli hafa brugðist við með þessum hætti. Við bindum vonir við að þessi ákvæði hljóti náð fyrir augum löggjafans og verði til þess að bæta eldvarnir í leiguhúsnæði þegar fram líða stundir. Í athugasemdum við ákvæði um skyldu til eldvarna segir að gert sé ráð fyrir að lágmarki reykskynjara og slökkvitæki.Líka á ábyrgð leigjenda Ákvæði um lágmarks eldvarnir leysir leigjendur þó ekki undan ábyrgð á eigin eldvörnum. Lágmarksbúnaður dugir sjaldnast til að tryggja öryggi íbúanna. Eftirfarandi ætti að vera staðalbúnaður í hverri íbúð:Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri.Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið.Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Til upplýsingar er rétt að geta þess að Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf.Eldvarnir eldra leiguhúsnæðis Eldvarnabandalagið hefur jafnframt bent stjórnvöldum á að leita þurfi leiða til að auka eldvarnir í eldra leiguhúsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Þekkt er að í ákveðnum hverfum, til dæmis í höfuðborginni, er í útleigu húsnæði þar sem eldvörnum er verulega ábótavant. Það á meðal annars við um brunahólfanir og skort á viðvörun og flóttaleiðum. Umræður um þetta efni eru á byrjunarstigi hér á landi en benda má á að yfirvöld í Ósló í Noregi hafa náð talsverðum árangri í því að efla eldvarnir í eldra húsnæði og hefur þar verið lögð sérstök áhersla á að kröfur um úrbætur séu byggðar á meðalhófi og raunsæi með tilliti til kostnaðar. Eldvarnarbandalagið hyggst fylgja þessum hugmyndum eftir og bindur vonir við að stjórnvöld sýni þeim nauðsynlegan skilning.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar