Aukum eldvarnir í leiguhúsnæði Garðar H. Guðjónsson og Bjarni kjartansson skrifar 30. apríl 2015 09:15 Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Þeir síðarnefndu eru mun líklegri til að hafa tilskilinn fjölda reykskynjara, slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað og tryggja þannig öryggi sitt ef til eldsvoða kemur. Staðreyndin er jafnframt því miður sú að leiguhúsnæði er oft lakar úr garði gert með tilliti til eldvarna og á það einkum við um eldra húsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Það er því mikið fagnaðarefni að í frumvarpi húsnæðis- og félagsmálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum skuli kveðið á um skyldu leigusala til að tryggja lágmarks eldvarnir í leiguhúsnæði. Í ljósi niðurstaðna kannana Capacent hafði Eldvarnabandalagið ítrekað bent velferðarráðuneytinu á nauðsyn þess að setja ákvæði um eldvarnir í húsaleigulög. Það er óneitanlega ánægjulegt að ráðherra skuli hafa brugðist við með þessum hætti. Við bindum vonir við að þessi ákvæði hljóti náð fyrir augum löggjafans og verði til þess að bæta eldvarnir í leiguhúsnæði þegar fram líða stundir. Í athugasemdum við ákvæði um skyldu til eldvarna segir að gert sé ráð fyrir að lágmarki reykskynjara og slökkvitæki.Líka á ábyrgð leigjenda Ákvæði um lágmarks eldvarnir leysir leigjendur þó ekki undan ábyrgð á eigin eldvörnum. Lágmarksbúnaður dugir sjaldnast til að tryggja öryggi íbúanna. Eftirfarandi ætti að vera staðalbúnaður í hverri íbúð:Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri.Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið.Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Til upplýsingar er rétt að geta þess að Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf.Eldvarnir eldra leiguhúsnæðis Eldvarnabandalagið hefur jafnframt bent stjórnvöldum á að leita þurfi leiða til að auka eldvarnir í eldra leiguhúsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Þekkt er að í ákveðnum hverfum, til dæmis í höfuðborginni, er í útleigu húsnæði þar sem eldvörnum er verulega ábótavant. Það á meðal annars við um brunahólfanir og skort á viðvörun og flóttaleiðum. Umræður um þetta efni eru á byrjunarstigi hér á landi en benda má á að yfirvöld í Ósló í Noregi hafa náð talsverðum árangri í því að efla eldvarnir í eldra húsnæði og hefur þar verið lögð sérstök áhersla á að kröfur um úrbætur séu byggðar á meðalhófi og raunsæi með tilliti til kostnaðar. Eldvarnarbandalagið hyggst fylgja þessum hugmyndum eftir og bindur vonir við að stjórnvöld sýni þeim nauðsynlegan skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Þeir síðarnefndu eru mun líklegri til að hafa tilskilinn fjölda reykskynjara, slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað og tryggja þannig öryggi sitt ef til eldsvoða kemur. Staðreyndin er jafnframt því miður sú að leiguhúsnæði er oft lakar úr garði gert með tilliti til eldvarna og á það einkum við um eldra húsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Það er því mikið fagnaðarefni að í frumvarpi húsnæðis- og félagsmálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum skuli kveðið á um skyldu leigusala til að tryggja lágmarks eldvarnir í leiguhúsnæði. Í ljósi niðurstaðna kannana Capacent hafði Eldvarnabandalagið ítrekað bent velferðarráðuneytinu á nauðsyn þess að setja ákvæði um eldvarnir í húsaleigulög. Það er óneitanlega ánægjulegt að ráðherra skuli hafa brugðist við með þessum hætti. Við bindum vonir við að þessi ákvæði hljóti náð fyrir augum löggjafans og verði til þess að bæta eldvarnir í leiguhúsnæði þegar fram líða stundir. Í athugasemdum við ákvæði um skyldu til eldvarna segir að gert sé ráð fyrir að lágmarki reykskynjara og slökkvitæki.Líka á ábyrgð leigjenda Ákvæði um lágmarks eldvarnir leysir leigjendur þó ekki undan ábyrgð á eigin eldvörnum. Lágmarksbúnaður dugir sjaldnast til að tryggja öryggi íbúanna. Eftirfarandi ætti að vera staðalbúnaður í hverri íbúð:Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri.Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið.Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Til upplýsingar er rétt að geta þess að Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf.Eldvarnir eldra leiguhúsnæðis Eldvarnabandalagið hefur jafnframt bent stjórnvöldum á að leita þurfi leiða til að auka eldvarnir í eldra leiguhúsnæði sem ekki er byggt samkvæmt nútímakröfum um eldvarnir. Þekkt er að í ákveðnum hverfum, til dæmis í höfuðborginni, er í útleigu húsnæði þar sem eldvörnum er verulega ábótavant. Það á meðal annars við um brunahólfanir og skort á viðvörun og flóttaleiðum. Umræður um þetta efni eru á byrjunarstigi hér á landi en benda má á að yfirvöld í Ósló í Noregi hafa náð talsverðum árangri í því að efla eldvarnir í eldra húsnæði og hefur þar verið lögð sérstök áhersla á að kröfur um úrbætur séu byggðar á meðalhófi og raunsæi með tilliti til kostnaðar. Eldvarnarbandalagið hyggst fylgja þessum hugmyndum eftir og bindur vonir við að stjórnvöld sýni þeim nauðsynlegan skilning.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar