Hefur búið á geðdeild í tvö ár Kristjana Björg skrifar 23. apríl 2015 00:01 "Lög eru brotin á hverjum degi, það er í lögum að sveitarfélögum ber skylda til þess að veita þessu fólki búsetuúrræði,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Fréttablaðið/Anton Brink Þrettán einstaklingar á geðdeildum Landspítalans, sem hafa lokið meðferð og endurhæfingu, geta ekki útskrifast vegna þess að búsetuúrræði skortir. Verið er að nota Landspítalann eins og búsetuúrræði. „Enginn á að eiga heima á spítala, hvorki aldraðir né geðfatlaðir,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, en í Fréttablaðinu var í gær fjallað um þá 78 eldri borgara sem eru fastir á Landspítalanum vegna skorts á úrræðum. Sá sem lengst hefur beðið á geðdeild eftir búsetuúrræði hefur beðið í tvö ár. Tíu hafa beðið á geðdeildum spítalans í meira en sex mánuði og nokkrir hafa beðið í skemmri tíma en sex mánuði. Meðalaldur þeirra sem bíða fastir á geðdeildum spítalans er 29 ára. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. María ræddi stöðu þessara sjúklinga á opnum fundi hjúkrunarráðs sem haldinn var þriðjudaginn 21. apríl. Á fundinum var rætt hreinskilnislega um bresti í heilbrigðiskerfinu, öryggisógn sem stafar af rúmanýtingu yfir æskilegu viðmiði og lakari þjónustu við sjúklinga vegna skorts á úrræðum í samfélaginu en það er á forræði sveitarfélaganna að útvega geðfötluðum búsetuúrræði. Ungt fólk fast á geðdeild Þrettán geðfatlaðir einstaklingar geta ekki útskrifast af geðdeildum Landspítalans. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. Fréttablaðið/Vilhelm„Það vantar heimili fyrir skjólstæðinga okkar. Þetta er ungt fólk sem um ræðir,“ sagði María og skýrði fyrirkomulag á geðsviði. „Innan geðsviðs er almenn endurhæfing, sérhæfð endurhæfing og endurhæfing af öryggisgeðdeild. Þá er starfrækt endurhæfingarmiðstöð fyrir ungt fólk í geðrofi. Á þessum deildum er hlutfall þeirra hátt sem hafa lokið meðferð en geta ekki útskrifast, 27% þeirra sem eru búnir í meðferð, bíða eftir frekari úrræðum. Þetta er alvarlegt mál og hefur miklar afleiðingar.“ Afleiðingarnar sem María greinir frá eru afleiðingar á líðan og bata þeirra geðfötluðu einstaklinga sem um ræðir og afleiðingar á flæði sjúklinga á geðsviði. Vegna þess að það er ekki hægt að útskrifa þetta fólk af geðdeildum spítalans fá þeir sem þurfa á innlögn að halda lakari þjónustu en ella. „Við erum að veita þeim sem þurfa innlögn lakari þjónustu, þetta þýðir líka að stundum eru ótímabærar útskriftir annarra sem veikjast. Það verður bakslag í líðan þeirra sem bíða og bíða, því þið getið ímyndað ykkur hvað gerist hjá þeim sem kemst ekki út af spítalanum. Oft sér maður það að fólk veikist aftur.Þetta er enginn smá tími sem við erum að tala um, sá sem hefur beðið lengst á geðspítalanum hefur búið þar í tvö ár.“ María bendir á að það sé virkilega erfitt fyrir einstakling, sem er að ljúka meðferð sem gengur út á aukna virkni í samfélaginu, að upplifa að hann kemst ekki út. „Það hefur vond áhrif á bata, leiðir til frekari veikinda auk þess sem það hefur vond áhrif á endurhæfingu annarra sjúklinga að sjá biðröðina út í samfélagið lengjast.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Þrettán einstaklingar á geðdeildum Landspítalans, sem hafa lokið meðferð og endurhæfingu, geta ekki útskrifast vegna þess að búsetuúrræði skortir. Verið er að nota Landspítalann eins og búsetuúrræði. „Enginn á að eiga heima á spítala, hvorki aldraðir né geðfatlaðir,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, en í Fréttablaðinu var í gær fjallað um þá 78 eldri borgara sem eru fastir á Landspítalanum vegna skorts á úrræðum. Sá sem lengst hefur beðið á geðdeild eftir búsetuúrræði hefur beðið í tvö ár. Tíu hafa beðið á geðdeildum spítalans í meira en sex mánuði og nokkrir hafa beðið í skemmri tíma en sex mánuði. Meðalaldur þeirra sem bíða fastir á geðdeildum spítalans er 29 ára. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. María ræddi stöðu þessara sjúklinga á opnum fundi hjúkrunarráðs sem haldinn var þriðjudaginn 21. apríl. Á fundinum var rætt hreinskilnislega um bresti í heilbrigðiskerfinu, öryggisógn sem stafar af rúmanýtingu yfir æskilegu viðmiði og lakari þjónustu við sjúklinga vegna skorts á úrræðum í samfélaginu en það er á forræði sveitarfélaganna að útvega geðfötluðum búsetuúrræði. Ungt fólk fast á geðdeild Þrettán geðfatlaðir einstaklingar geta ekki útskrifast af geðdeildum Landspítalans. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. Fréttablaðið/Vilhelm„Það vantar heimili fyrir skjólstæðinga okkar. Þetta er ungt fólk sem um ræðir,“ sagði María og skýrði fyrirkomulag á geðsviði. „Innan geðsviðs er almenn endurhæfing, sérhæfð endurhæfing og endurhæfing af öryggisgeðdeild. Þá er starfrækt endurhæfingarmiðstöð fyrir ungt fólk í geðrofi. Á þessum deildum er hlutfall þeirra hátt sem hafa lokið meðferð en geta ekki útskrifast, 27% þeirra sem eru búnir í meðferð, bíða eftir frekari úrræðum. Þetta er alvarlegt mál og hefur miklar afleiðingar.“ Afleiðingarnar sem María greinir frá eru afleiðingar á líðan og bata þeirra geðfötluðu einstaklinga sem um ræðir og afleiðingar á flæði sjúklinga á geðsviði. Vegna þess að það er ekki hægt að útskrifa þetta fólk af geðdeildum spítalans fá þeir sem þurfa á innlögn að halda lakari þjónustu en ella. „Við erum að veita þeim sem þurfa innlögn lakari þjónustu, þetta þýðir líka að stundum eru ótímabærar útskriftir annarra sem veikjast. Það verður bakslag í líðan þeirra sem bíða og bíða, því þið getið ímyndað ykkur hvað gerist hjá þeim sem kemst ekki út af spítalanum. Oft sér maður það að fólk veikist aftur.Þetta er enginn smá tími sem við erum að tala um, sá sem hefur beðið lengst á geðspítalanum hefur búið þar í tvö ár.“ María bendir á að það sé virkilega erfitt fyrir einstakling, sem er að ljúka meðferð sem gengur út á aukna virkni í samfélaginu, að upplifa að hann kemst ekki út. „Það hefur vond áhrif á bata, leiðir til frekari veikinda auk þess sem það hefur vond áhrif á endurhæfingu annarra sjúklinga að sjá biðröðina út í samfélagið lengjast.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira