Andrea Sif: Þetta er mikill sigur fyrir okkur alla Tómas þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 06:30 Atjarnan rauf einokun Gerplu og varð Íslandsmeistari. Andrea Sif er fyrir miðri mynd. Mynd/Stjarnan „Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif. Fimleikar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
„Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif.
Fimleikar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira