Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala Sigurður Oddsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. Nefndi hann af handahófi skanna til greiningar krabbameins, sem er hversdagslegt tæki í nágrannalöndum okkar. Stefán skrifar: „Krabbameinssjúklingar mega t.d. búa við þá staðreynd að ekki er til á landinu og verður ekki til á næstu árum jáeindaskanni, sem bætir greiningu krabbameina og eftirfylgni krabbameinsmeðferða til muna. Útvaldir fá þó að fara til Köben í skanna, sem greinir mun betur útbreiðslu krabbameina og stuðlar þannig að markvissari aðgerð en ella (skurðaðgerð, geislar eða lyfjameðferð), sjúklingum til ómældra hagsbóta.“ Heilbrigðisráðherra svaraði og sagði byggingu sjúkrahótels skv. lögum, sem honum bæri að starfa eftir. Ekki komi til greina að leysa til bráðabirgða þann vanda, sem snýr að jáeindaskanna. Stefán svaraði í Mbl. og rökstuddi, að ekki væri rétt að setja byggingu sjúkrahótels fremst í forgangsröðina og láta krabbameinssjúklinga búa við bráðabirgðalausn næstu 5-10 árin. Þörf væri fyrir margfalt fleiri en þá 70, sem fengu að fara í skönnun til Köben 2014. Stefán bendir á að greiningin sé óháð því sem fer fram í meðferðarkjarna sjúkrahúss og erlendis séu jáeindaskannar í sérstakri byggingu. Flestir sjúklingar komi heiman frá sér og fari heim eftir skönnun. Það er dýrt að senda 100 sjúklinga á ári til Köben. Hugarreikningur sýnir að skanni borgar sig fljótt upp. Krabbameinssjúklingar ættu að ganga fyrir hóteli, sem ekki vantar. Efst í lóð Borgarspítalans neðan við Bústaðaveg er nóg pláss fyrir hús með jáeindaskanna. Á byggingatímanum yrðu ekki truflanir á næsta umhverfi. Hægt væri að byrja strax á útgreftri lóðar og í beinu framhaldi bjóða út byggingu húss og taka í notkun innan tveggja ára. Staðsetning getur verið endanleg og ekki til bráðabirgða, hvar svo sem spítali verður byggður. Krabbameinsfélagið gæti jafnvel fengið inni í sama húsi og selt sitt hús. Nóg pláss er fyrir sjúkrahótel neðst í Fossvoginum. Það er góður staður skv. því, sem Stefán skrifar: „Jafnframt er talið að dvöl gesta á hlýlegu hóteli utan hefðbundins sjúkrahúsaumhverfis geti hraðað bata og aukið virkni sjúklinga“. Framkvæmdir þar valda ekki truflunum á næsta nágrenni líkt og væntanlegar framkvæmdir á lóð Landspítalans.Fossvogur betri kostur Ráðherra segir mikla hagræðingu felast í sameiningu starfsemi Landspítalans á einum stað, en gerir sér ekki grein fyrir eða vill ekki skoða kosti þess að sameina starfsemina í Fossvogi. Þar er hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni með öllum þeim kostum, sem því fylgja. Rétt er að benda ráðherranum á, að kostnaður vex með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Í Fossvogi er hægt að byggja betra hús að minnsta kosti helmingi hraðar fyrir minni pening en við Hringbraut. Breyting í Fossvog er því bein fjármögnun nýs spítala. Margir læknar telja, að í háu húsi í Fossvogi sé betri vinnuaðstaða en í útflöttum byggingum við Hringbraut. Ég hvet þá til að koma með skoðanir sínar út úr skápnum líkt og Stefán. Það er í raun siðferðileg skylda þeirra að gera það telji þeir Fossvog betri kost fyrir háskólasjúkrahús. Meðalaldur lækna á sjúkrahúsum er hár og hækkar með hverju árinu sem líður. Það liggur því á að ná ungum læknum heim fljótt. Til þess að það geti orðið verður að bjóða vinnuaðstöðu sambærilega við þá, sem býðst í útlöndum. Það er gott sjúkrahús með bestu tækjum sem völ er á. Nú vill ráðherra fjármagna spítala við Hringbraut með sölu ríkiseigna. Eflaust vilja margir eignast mjólkurkúna Landsvirkjun, sem í dag selur raforku á undirverði. Er þörf á sölu ríkiseigna til fjármögnunar spítala á sama tíma og flugvöllurinn skal eyðilagður og nýr byggður fyrir tugi miljarða? Vonandi verða þeir heppnari með staðarval flugvallar en spítalans, sem fyrir utan miklu lengri byggingartíma við Hringbraut verður tugum milljarða dýrari en í Fossvogi. Í upphafi skyldi „hátæknisjúkrahús“ byggt fyrir símapeningana. Það var pólitískt loforð. Enginn þorði að gera athugasemd af ótta við að vera sagður á móti nýjum spítala og staðsetning við Hringbraut rann í gegn án mikillar skoðunar. Fyrri stjórn lagði skatt á þjóðarauðlindina til fjármögnunar spítalans. Ný stjórn óttaðist að minni útgerðir stæðu ekki undir skattinum og tók hann af. Gaf svo 100.000 tonna loðnukvóta, sem hefði mátt selja til fjármögnunar spítalans. Til að bíta höfuðið af skömminni var kvótinn gefinn best stæðu útgerðunum. Þeim hinum sömu er geta keypt kvóta af Færeyingum og greiða „eigendum“ sínum milljarða í arð.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. Nefndi hann af handahófi skanna til greiningar krabbameins, sem er hversdagslegt tæki í nágrannalöndum okkar. Stefán skrifar: „Krabbameinssjúklingar mega t.d. búa við þá staðreynd að ekki er til á landinu og verður ekki til á næstu árum jáeindaskanni, sem bætir greiningu krabbameina og eftirfylgni krabbameinsmeðferða til muna. Útvaldir fá þó að fara til Köben í skanna, sem greinir mun betur útbreiðslu krabbameina og stuðlar þannig að markvissari aðgerð en ella (skurðaðgerð, geislar eða lyfjameðferð), sjúklingum til ómældra hagsbóta.“ Heilbrigðisráðherra svaraði og sagði byggingu sjúkrahótels skv. lögum, sem honum bæri að starfa eftir. Ekki komi til greina að leysa til bráðabirgða þann vanda, sem snýr að jáeindaskanna. Stefán svaraði í Mbl. og rökstuddi, að ekki væri rétt að setja byggingu sjúkrahótels fremst í forgangsröðina og láta krabbameinssjúklinga búa við bráðabirgðalausn næstu 5-10 árin. Þörf væri fyrir margfalt fleiri en þá 70, sem fengu að fara í skönnun til Köben 2014. Stefán bendir á að greiningin sé óháð því sem fer fram í meðferðarkjarna sjúkrahúss og erlendis séu jáeindaskannar í sérstakri byggingu. Flestir sjúklingar komi heiman frá sér og fari heim eftir skönnun. Það er dýrt að senda 100 sjúklinga á ári til Köben. Hugarreikningur sýnir að skanni borgar sig fljótt upp. Krabbameinssjúklingar ættu að ganga fyrir hóteli, sem ekki vantar. Efst í lóð Borgarspítalans neðan við Bústaðaveg er nóg pláss fyrir hús með jáeindaskanna. Á byggingatímanum yrðu ekki truflanir á næsta umhverfi. Hægt væri að byrja strax á útgreftri lóðar og í beinu framhaldi bjóða út byggingu húss og taka í notkun innan tveggja ára. Staðsetning getur verið endanleg og ekki til bráðabirgða, hvar svo sem spítali verður byggður. Krabbameinsfélagið gæti jafnvel fengið inni í sama húsi og selt sitt hús. Nóg pláss er fyrir sjúkrahótel neðst í Fossvoginum. Það er góður staður skv. því, sem Stefán skrifar: „Jafnframt er talið að dvöl gesta á hlýlegu hóteli utan hefðbundins sjúkrahúsaumhverfis geti hraðað bata og aukið virkni sjúklinga“. Framkvæmdir þar valda ekki truflunum á næsta nágrenni líkt og væntanlegar framkvæmdir á lóð Landspítalans.Fossvogur betri kostur Ráðherra segir mikla hagræðingu felast í sameiningu starfsemi Landspítalans á einum stað, en gerir sér ekki grein fyrir eða vill ekki skoða kosti þess að sameina starfsemina í Fossvogi. Þar er hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni með öllum þeim kostum, sem því fylgja. Rétt er að benda ráðherranum á, að kostnaður vex með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Í Fossvogi er hægt að byggja betra hús að minnsta kosti helmingi hraðar fyrir minni pening en við Hringbraut. Breyting í Fossvog er því bein fjármögnun nýs spítala. Margir læknar telja, að í háu húsi í Fossvogi sé betri vinnuaðstaða en í útflöttum byggingum við Hringbraut. Ég hvet þá til að koma með skoðanir sínar út úr skápnum líkt og Stefán. Það er í raun siðferðileg skylda þeirra að gera það telji þeir Fossvog betri kost fyrir háskólasjúkrahús. Meðalaldur lækna á sjúkrahúsum er hár og hækkar með hverju árinu sem líður. Það liggur því á að ná ungum læknum heim fljótt. Til þess að það geti orðið verður að bjóða vinnuaðstöðu sambærilega við þá, sem býðst í útlöndum. Það er gott sjúkrahús með bestu tækjum sem völ er á. Nú vill ráðherra fjármagna spítala við Hringbraut með sölu ríkiseigna. Eflaust vilja margir eignast mjólkurkúna Landsvirkjun, sem í dag selur raforku á undirverði. Er þörf á sölu ríkiseigna til fjármögnunar spítala á sama tíma og flugvöllurinn skal eyðilagður og nýr byggður fyrir tugi miljarða? Vonandi verða þeir heppnari með staðarval flugvallar en spítalans, sem fyrir utan miklu lengri byggingartíma við Hringbraut verður tugum milljarða dýrari en í Fossvogi. Í upphafi skyldi „hátæknisjúkrahús“ byggt fyrir símapeningana. Það var pólitískt loforð. Enginn þorði að gera athugasemd af ótta við að vera sagður á móti nýjum spítala og staðsetning við Hringbraut rann í gegn án mikillar skoðunar. Fyrri stjórn lagði skatt á þjóðarauðlindina til fjármögnunar spítalans. Ný stjórn óttaðist að minni útgerðir stæðu ekki undir skattinum og tók hann af. Gaf svo 100.000 tonna loðnukvóta, sem hefði mátt selja til fjármögnunar spítalans. Til að bíta höfuðið af skömminni var kvótinn gefinn best stæðu útgerðunum. Þeim hinum sömu er geta keypt kvóta af Færeyingum og greiða „eigendum“ sínum milljarða í arð.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun