Víða um land er bágborin klósettaðstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 08:15 Leiðsögumaður nefnir Snæfellsnes og Reykjanes sérstaklega sem svæði þar sem sárlega skorti almenningssalerni. VÍSIR/GVA „Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira