Innlent

Harlem Globetrotters glöddu börnin á Barnaspítala Hringsins

Sveinn Arnarson skrifar
Kristófer Ingi Kjærnested fékk svolitla hjálp frá þessum amerísku snillingum við að snúa körfuboltum á fingrum sér.
Kristófer Ingi Kjærnested fékk svolitla hjálp frá þessum amerísku snillingum við að snúa körfuboltum á fingrum sér. Vísir/Pjetur
Bandarísku körfuknattleikssnillingarnir í Harlem Globetrotters eru nú staddir hér á landi til að skemmta Íslendingum. Alla jafna þegar þeir koma til landsins koma þeir við á Barnaspítala Hringsins og gleðja þar yngri kynslóðina með knattfimi sinni.

Kristófer Ingi Kjærnested var einn þeirra sem fengu hjálp við að snúa boltum á fingrum sér við mikla ánægju. „Ég get ekki gert þetta sjálfur, eða ég hef allavega ekki prufað það,“ sagði Kristófer Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×