Innlent

112 greinir orsakir bilunar

Þegar mest var í óveðrinu á laugardag reyndu 500 að hringja í einu en mikið vonskuveður var víða um land.
Þegar mest var í óveðrinu á laugardag reyndu 500 að hringja í einu en mikið vonskuveður var víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm
Neyðarlínan ætlar að endurmeta viðbúnað 112 eftir það ástand sem ríkti síðastliðinn laugardag þegar 1.400 símtöl bárust vegna óveðursins. Þegar mest lét reyndu yfir 500 að hringja á sama tíma en á tímabili voru mörg dæmi þess að fólk fékk skilaboð úr símkerfinu þess efnis að númerið væri ekki í notkun.

Neyðarlínan segir í tilkynningu vegna málsins þetta vera röng skilaboð úr kerfum símafélaganna en um var að ræða að allar tengingar voru yfirfullar vegna álags. Vinna símafélögin nú að því í sameiningu að greina orsakir og að tryggja að ástandið endurtaki sig ekki.

Uppfært klukkan 13:45

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að á tímabili hefðu verið mörg dæmi þess að símsvari Neyðarlínunnar segði: „Þetta númer er ekki til.“  Hið rétta er að um skilaboð frá símkerfi viðkomandi símafyrirtæki var að ræða. Enginn símsvari er hjá Neyðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×