Óbærilegur grátbrosleiki tilverunnar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar