Óbærilegur grátbrosleiki tilverunnar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar