Útrýma fitufordómum í fjölmiðlum 14. mars 2015 12:00 ókeypis fræðsla „Líkamsvirðingarbaráttan snýst ekki um að gera lítið úr einum hópi á kostnað annars, heldur stuðlar að jafnrétti,“ Sigrún Danielsdóttir, formaður samtakanna. „Í ár var Dagur líkamsvirðingar nýttur til að vekja fjölmiðla til umhugsunar um áhrif sín. Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og því fannst okkur liggja vel við að halda upp á daginn með því að teygja út höndina til þeirra,“ segir Sigrún Danielsdóttir sálfræðingur og formaður samtakanna Líkamsvirðing. Samtökin héldu upp á daginn í annað skiptið í gær, föstudaginn þrettánda, og fögnuðu með því að bjóða fjölmiðlafyrirtækjum upp á ókeypis fræðslu, sem tekið var vel í að hennar sögn. „Með þessu erum við að reyna að koma mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla, sem eru jú partur af vandanum,“ útskýrir Sigrún og heldur áfram: „Fjölmiðlar skipa veigamikinn sess í samfélagsmótun. Neikvæð kerfisbundin umfjöllun um holdafar er staðreynd samkvæmd rannsóknum og það ber að taka alvarlega. Við stjórnum nefnilega hversu mikla útlitsdýrkun og fitufordóma við viljum hafa í samfélaginu okkar.“ Sigrún bendir á að margt spili inn í, svo sem myndaval með fréttum sem og hvernig fitufordómar endurspeglast í skrifum. Samfélagsbætandi starf Samtökin hafa verið starfandi síðan árið 2012 en baráttan á sér lengri sögu og teygir sig allt aftur til ársins 2006 með upphafi Megrunarlausa dagsins á Íslandi. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með samfélagið okkar og langaði að gera eitthvað markvisst til að sporna gegn þeim fitufordómum, megrunarþráhyggju og útlitsdýrkun sem voru til staðar.“ Á þeim tíma fór lítið fyrir hugtökunum meðal almennings. „Á þessum stutta tíma hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað sem endurspeglast meðal annars í að nú eigum við orðaforða yfir þetta, sem áður var ekki til staðar.“ Líkamsvirðing fyrir alla En samtökin vilja ekki aðeins eiga í þessu samtali við fjölmiðla, heldur eiga þau mikilvægt erindi við almenning. „Við viljum fá fólk til að vera meðvitað um að hugsa fallega til líkama síns, óháð vaxtarlagi. Líkaminn er ekki óvinur og alls ekki ótemja sem sífellt þarf að stjórna, heldur umgangast af kærleika,“ bætir Sigrún við í lokin. gudrun@frettabladid.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Í ár var Dagur líkamsvirðingar nýttur til að vekja fjölmiðla til umhugsunar um áhrif sín. Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og því fannst okkur liggja vel við að halda upp á daginn með því að teygja út höndina til þeirra,“ segir Sigrún Danielsdóttir sálfræðingur og formaður samtakanna Líkamsvirðing. Samtökin héldu upp á daginn í annað skiptið í gær, föstudaginn þrettánda, og fögnuðu með því að bjóða fjölmiðlafyrirtækjum upp á ókeypis fræðslu, sem tekið var vel í að hennar sögn. „Með þessu erum við að reyna að koma mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla, sem eru jú partur af vandanum,“ útskýrir Sigrún og heldur áfram: „Fjölmiðlar skipa veigamikinn sess í samfélagsmótun. Neikvæð kerfisbundin umfjöllun um holdafar er staðreynd samkvæmd rannsóknum og það ber að taka alvarlega. Við stjórnum nefnilega hversu mikla útlitsdýrkun og fitufordóma við viljum hafa í samfélaginu okkar.“ Sigrún bendir á að margt spili inn í, svo sem myndaval með fréttum sem og hvernig fitufordómar endurspeglast í skrifum. Samfélagsbætandi starf Samtökin hafa verið starfandi síðan árið 2012 en baráttan á sér lengri sögu og teygir sig allt aftur til ársins 2006 með upphafi Megrunarlausa dagsins á Íslandi. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með samfélagið okkar og langaði að gera eitthvað markvisst til að sporna gegn þeim fitufordómum, megrunarþráhyggju og útlitsdýrkun sem voru til staðar.“ Á þeim tíma fór lítið fyrir hugtökunum meðal almennings. „Á þessum stutta tíma hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað sem endurspeglast meðal annars í að nú eigum við orðaforða yfir þetta, sem áður var ekki til staðar.“ Líkamsvirðing fyrir alla En samtökin vilja ekki aðeins eiga í þessu samtali við fjölmiðla, heldur eiga þau mikilvægt erindi við almenning. „Við viljum fá fólk til að vera meðvitað um að hugsa fallega til líkama síns, óháð vaxtarlagi. Líkaminn er ekki óvinur og alls ekki ótemja sem sífellt þarf að stjórna, heldur umgangast af kærleika,“ bætir Sigrún við í lokin. gudrun@frettabladid.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira