Útrýma fitufordómum í fjölmiðlum 14. mars 2015 12:00 ókeypis fræðsla „Líkamsvirðingarbaráttan snýst ekki um að gera lítið úr einum hópi á kostnað annars, heldur stuðlar að jafnrétti,“ Sigrún Danielsdóttir, formaður samtakanna. „Í ár var Dagur líkamsvirðingar nýttur til að vekja fjölmiðla til umhugsunar um áhrif sín. Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og því fannst okkur liggja vel við að halda upp á daginn með því að teygja út höndina til þeirra,“ segir Sigrún Danielsdóttir sálfræðingur og formaður samtakanna Líkamsvirðing. Samtökin héldu upp á daginn í annað skiptið í gær, föstudaginn þrettánda, og fögnuðu með því að bjóða fjölmiðlafyrirtækjum upp á ókeypis fræðslu, sem tekið var vel í að hennar sögn. „Með þessu erum við að reyna að koma mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla, sem eru jú partur af vandanum,“ útskýrir Sigrún og heldur áfram: „Fjölmiðlar skipa veigamikinn sess í samfélagsmótun. Neikvæð kerfisbundin umfjöllun um holdafar er staðreynd samkvæmd rannsóknum og það ber að taka alvarlega. Við stjórnum nefnilega hversu mikla útlitsdýrkun og fitufordóma við viljum hafa í samfélaginu okkar.“ Sigrún bendir á að margt spili inn í, svo sem myndaval með fréttum sem og hvernig fitufordómar endurspeglast í skrifum. Samfélagsbætandi starf Samtökin hafa verið starfandi síðan árið 2012 en baráttan á sér lengri sögu og teygir sig allt aftur til ársins 2006 með upphafi Megrunarlausa dagsins á Íslandi. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með samfélagið okkar og langaði að gera eitthvað markvisst til að sporna gegn þeim fitufordómum, megrunarþráhyggju og útlitsdýrkun sem voru til staðar.“ Á þeim tíma fór lítið fyrir hugtökunum meðal almennings. „Á þessum stutta tíma hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað sem endurspeglast meðal annars í að nú eigum við orðaforða yfir þetta, sem áður var ekki til staðar.“ Líkamsvirðing fyrir alla En samtökin vilja ekki aðeins eiga í þessu samtali við fjölmiðla, heldur eiga þau mikilvægt erindi við almenning. „Við viljum fá fólk til að vera meðvitað um að hugsa fallega til líkama síns, óháð vaxtarlagi. Líkaminn er ekki óvinur og alls ekki ótemja sem sífellt þarf að stjórna, heldur umgangast af kærleika,“ bætir Sigrún við í lokin. gudrun@frettabladid.is Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Í ár var Dagur líkamsvirðingar nýttur til að vekja fjölmiðla til umhugsunar um áhrif sín. Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á samfélagið og því fannst okkur liggja vel við að halda upp á daginn með því að teygja út höndina til þeirra,“ segir Sigrún Danielsdóttir sálfræðingur og formaður samtakanna Líkamsvirðing. Samtökin héldu upp á daginn í annað skiptið í gær, föstudaginn þrettánda, og fögnuðu með því að bjóða fjölmiðlafyrirtækjum upp á ókeypis fræðslu, sem tekið var vel í að hennar sögn. „Með þessu erum við að reyna að koma mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla, sem eru jú partur af vandanum,“ útskýrir Sigrún og heldur áfram: „Fjölmiðlar skipa veigamikinn sess í samfélagsmótun. Neikvæð kerfisbundin umfjöllun um holdafar er staðreynd samkvæmd rannsóknum og það ber að taka alvarlega. Við stjórnum nefnilega hversu mikla útlitsdýrkun og fitufordóma við viljum hafa í samfélaginu okkar.“ Sigrún bendir á að margt spili inn í, svo sem myndaval með fréttum sem og hvernig fitufordómar endurspeglast í skrifum. Samfélagsbætandi starf Samtökin hafa verið starfandi síðan árið 2012 en baráttan á sér lengri sögu og teygir sig allt aftur til ársins 2006 með upphafi Megrunarlausa dagsins á Íslandi. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með samfélagið okkar og langaði að gera eitthvað markvisst til að sporna gegn þeim fitufordómum, megrunarþráhyggju og útlitsdýrkun sem voru til staðar.“ Á þeim tíma fór lítið fyrir hugtökunum meðal almennings. „Á þessum stutta tíma hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað sem endurspeglast meðal annars í að nú eigum við orðaforða yfir þetta, sem áður var ekki til staðar.“ Líkamsvirðing fyrir alla En samtökin vilja ekki aðeins eiga í þessu samtali við fjölmiðla, heldur eiga þau mikilvægt erindi við almenning. „Við viljum fá fólk til að vera meðvitað um að hugsa fallega til líkama síns, óháð vaxtarlagi. Líkaminn er ekki óvinur og alls ekki ótemja sem sífellt þarf að stjórna, heldur umgangast af kærleika,“ bætir Sigrún við í lokin. gudrun@frettabladid.is
Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira