Aron um Ólaf Stefáns: Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2015 06:30 Aron segir Ólaf vera kláran í slaginn. Vísir/Daníel „Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
„Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira