Innlent

Kjörsókn betri en á síðasta ári

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Íbúar geta kosið um framkvæmdir í sínu hverfi
Íbúar geta kosið um framkvæmdir í sínu hverfi
Íbúakosningu í Betri hverfum lýkur á miðnætti í kvöld. Kosningin sem Reykjavíkurborg stendur fyrir á vefnum hefur verið betur sótt en undanfarin ár. Um 4.200 manns hafa nú þegar kosið.

„Það er ágætis gangur á þessu,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar. „Þetta er auðvitað bindandi kosning þannig að þær hugmyndir sem koma upp úr kössunum fara kannski í útfærslu hjá framkvæmdasviði og síðan beint í útboð. Fyrstu framkvæmdirnar fara af stað strax í sumar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×