Viðskipti innlent

Kaupir lóðir á Grundartanga

Svavar Hávarðsson skrifar
Nýir kranar eru rafknúnir og umhverfisvænir.
Nýir kranar eru rafknúnir og umhverfisvænir. Vísir/Vilhelm
Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur lóðum á iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Grundartanga. Samtals eru lóðirnar 22.410 fermetrar. Í frétt frá fyrirtækinu segir að mikil uppbygging sé fyrirhuguð á svæðinu.

Samhliða lóðakaupunum hefur félagið fest kaup á tveimur nýjum hafnarkrönum. Annar kraninn verður staðsettur á Grundartanga þar sem hann mun meðal annars þjónusta álver Norðuráls. Hinn kraninn verður á Mjóeyrarhöfn þar sem hann leysir eldri krana af hólmi. Kranarnir verða stærstu hafnarkranar landsins og sérstaða þeirra er að þeir geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Með þessu skapast mikið hagræði við losun og lestun skipa. Kranarnir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar. Einnig koma kranarnir til með að auka rekstraröryggi við losun og lestun skipa félagsins.

Fjárfesting Eimskips í þessum verkefnum er um 1,2 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×