Innlent

Skemmtiferðaskip í vetrarsiglingu til Íslands

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á fjórða þúsund farþegar koma með fjórum skemmtiferðaskipum til Íslands  í mars til að skoða norðurljós og sólmyrkva.
Á fjórða þúsund farþegar koma með fjórum skemmtiferðaskipum til Íslands í mars til að skoða norðurljós og sólmyrkva.
Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur,“ segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Um er að ræða ellefu daga siglingu á norðurslóðir og munu öll skipin koma til hafnar í Reykjavík. Uppselt er í siglingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×