Fjallað um formæður í Þjóðminjasafninu Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2015 14:00 Auk Berglindar flutti Annadís Gréta Rúdólfsdóttir fyrirlestur. vísir/stefán „Þetta er rosalega mikil dramatík og þess vegna heitir erindið Makalausar formæður í baráttu við feðraveldið,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, um fyrirlestur sem hún hélt í sal Þjóðminjasafnsins í hádeginu í dag. Þar fjallar Berglind Rós um langömmur sínar. „Þetta eru konur sem fæddust um 1880 og voru í efri lögum samfélagsins,“ segir Berglind Rós en bendir á að þrátt fyrir þessa stöðu kvennanna í samfélaginu hafi það ekki verið nóg til að tryggja þeim sess. „Það er oft talað um hvort þetta sé ekki spurning um þjóðfélagsstöðu. En þetta er líka spurning um kynferði,“ segir hún. Berglind byrjaði fyrirlesturinn á að segja frá langalangömmu sinni sem flutti fyrst kvenna einsöng. „Það var við jarðarför Jóns Sigurðssonar. Hún flutti lag eftir Ólöfu Finsen sem er eitt af fyrstu kventónskáldunum,“ segir Berglind. Lagið verði svo flutt aftur á morgun. „Svo fylgi ég langömmu minni eftir, dóttur þeirrar sem söng yfir Jóni. Hún breytir út af hefðbundnu vali á mannsefni í sinni stétt og giftist bóndasyni að vestan. Svo svíkur hann hana og lætur sig hverfa frá henni og fimm börnum, í rauninni algjörlega án þess að tala um það eða ræða það,“ segir Berglind. Hún fór svo út til Ameríku að leita bóndasonarins og teflir öllu í tvísýnu og þarf að selja muni og nánast setja sig á hausinn til þess að reyna að hafa uppi á honum, sem tekst svo ekkert. „En þetta er mjög dramatísk saga og það er í rauninni ekkert grín að vera einstæð móðir sem þarf að halda virðingu sinni og vera úr þessari stétt, missa manninn og reyna samt að vera fína frúin áfram,“ segir Berglind. Þetta hafi sett stórt strik í reikninginn fyrir hana. „En síðan er það hin langamma mín. Hún kemur úr sveitinni, er hreppstjóradóttir úr Húnavatnssýslu. Hún giftist sýslumanninum á Borðeyri. Það lítur býsna vel út og hún er búin að eignast afa minn. Nokkrum árum síðar eignast hún son sem sýslumaðurinn vill ekki gangast við og telur að hún hafi haldið framhjá sér,“ segir Berglind. Langamma hennar hafi þannig farið úr sínu fína embættismannalífi með honum og yfir í það að vera þvottakona í Reykjavík. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Þetta er rosalega mikil dramatík og þess vegna heitir erindið Makalausar formæður í baráttu við feðraveldið,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, um fyrirlestur sem hún hélt í sal Þjóðminjasafnsins í hádeginu í dag. Þar fjallar Berglind Rós um langömmur sínar. „Þetta eru konur sem fæddust um 1880 og voru í efri lögum samfélagsins,“ segir Berglind Rós en bendir á að þrátt fyrir þessa stöðu kvennanna í samfélaginu hafi það ekki verið nóg til að tryggja þeim sess. „Það er oft talað um hvort þetta sé ekki spurning um þjóðfélagsstöðu. En þetta er líka spurning um kynferði,“ segir hún. Berglind byrjaði fyrirlesturinn á að segja frá langalangömmu sinni sem flutti fyrst kvenna einsöng. „Það var við jarðarför Jóns Sigurðssonar. Hún flutti lag eftir Ólöfu Finsen sem er eitt af fyrstu kventónskáldunum,“ segir Berglind. Lagið verði svo flutt aftur á morgun. „Svo fylgi ég langömmu minni eftir, dóttur þeirrar sem söng yfir Jóni. Hún breytir út af hefðbundnu vali á mannsefni í sinni stétt og giftist bóndasyni að vestan. Svo svíkur hann hana og lætur sig hverfa frá henni og fimm börnum, í rauninni algjörlega án þess að tala um það eða ræða það,“ segir Berglind. Hún fór svo út til Ameríku að leita bóndasonarins og teflir öllu í tvísýnu og þarf að selja muni og nánast setja sig á hausinn til þess að reyna að hafa uppi á honum, sem tekst svo ekkert. „En þetta er mjög dramatísk saga og það er í rauninni ekkert grín að vera einstæð móðir sem þarf að halda virðingu sinni og vera úr þessari stétt, missa manninn og reyna samt að vera fína frúin áfram,“ segir Berglind. Þetta hafi sett stórt strik í reikninginn fyrir hana. „En síðan er það hin langamma mín. Hún kemur úr sveitinni, er hreppstjóradóttir úr Húnavatnssýslu. Hún giftist sýslumanninum á Borðeyri. Það lítur býsna vel út og hún er búin að eignast afa minn. Nokkrum árum síðar eignast hún son sem sýslumaðurinn vill ekki gangast við og telur að hún hafi haldið framhjá sér,“ segir Berglind. Langamma hennar hafi þannig farið úr sínu fína embættismannalífi með honum og yfir í það að vera þvottakona í Reykjavík.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira