Innlent

Möndlur í kryddblöndum

fanney birna jónsdóttir skrifar
Talið er að meðal annars grillkrydd, kjúklingakrydd og krydd á franskar kartöflur innihaldi möndlur.
Talið er að meðal annars grillkrydd, kjúklingakrydd og krydd á franskar kartöflur innihaldi möndlur. Fréttablaðið/Getty
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að fyrirtækið Aðföng hafi innkallað kryddblöndur vegna gruns um að þær innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu.

Þetta er önnur innköllunin á Santa Maria-kryddi á stuttum tíma. Um er að ræða meðal annars grillkrydd, kjúklingakrydd og krydd á franskar kartöflur.

Viðskiptavinir sem keypt hafa umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir hnetum, sem sagt möndlum, eru hvattir til að neyta þeirra ekki og farga eða skila vörunum til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×