Ákvað að opna ekki tölvuna í ferðalagi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2015 11:30 "Stundum fer ég í göngutúra með bókina mína og skrifa niður það sem ég sé,“ segir Unnur Hlíf. Fréttablaðið/Gva Í hvaða skóla ertu, Unnur Hlíf, og hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Vatnsendaskóli er minn skóli og tungumál eru algjörlega mín sterka hlið, mér finnst langskemmtilegast í öllum tungumálatímunum.“ Er langt síðan þú byrjaðir að yrkja? „Ég hef ort svo lengi sem ég man eftir mér. Ég fann mjög skemmtilegt ljóð um daginn eftir mig sem ég orti um himininn þegar ég var fimm ára, mamma sagði mér reyndar að það væri nokkurs konar afbrigði af texta við lag sem ég lærði þá í leikskólanum.“ Sestu niður með blað og blýant þegar þú yrkir eða koma ljóðin til þín hvar sem er? „Ljóðin eru mjög gjörn á að koma til mín þegar ég er alveg að sofna. Stundum fer ég út í göngutúra með bókina mína og skrifa niður það sem ég sé. Sum ljóð sem ég yrki eru tengd verkefnum í skólanum og mörg eru sprottin af persónulegri reynslu. Þannig að það má segja að ég skrifi eiginlega hvar sem er og á hvaða tíma sem er. Síðan skrifa ég líka sögur og lagatexta og sem jafnvel lög.“ Veltir þú fyrir þér bragarháttum? „Ég prófaði einhvern tímann að skrifa ljóð með stuðlum og höfuðstöfum sem átti að vera fjórar línur en ég komst ekki lengra en í þriðju, þá var ég stopp. Ég legg aftur á móti upp úr hrynjandinni í ljóðunum, að textinn flæði vel.“ Lestu mikið og þá hvernig bækur? „Ég elska að lesa og mér finnst það ótrúlega gaman en ég var miklu duglegri að lesa þegar ég var yngri. Mér finnst skemmtilegast að lesa um skáldaðan raunveruleika, ef svo má komast að orði, sem sagt skáldsögur sem gætu átt sér stað í raunveruleikanum. Í augnablikinu er ég að lesa Töfradísina, sem er að vísu ævintýrabók og síðasta bókin í röðinni um gullgerðarmanninn Nicholas Flamel.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Listir, tónlist, píanó, að lesa og skrifa, mér finnst líka mjög gaman að dansa heima í stofu og syngja hástöfum í sturtunni.“ Hefurðu farið í eftirminnilegt ferðalag? „Ég fór til Noregs og Danmerkur í sömu ferðinni fyrir nokkrum árum og ákvað að fara ekkert í tölvuna á meðan ég var þar. Það er ansi eftirminnilegt þar sem ég naut ferðarinnar miklu betur.“ Hvað dreymir þig helst um að verða? „Ég ætla mér að verða leikkona, rithöfundur og skáld. Ég stefni á leiklistarsvið í framhaldsskóla en gæti líka hugsað mér að læra leikstjórn í framtíðinni.“ Auðlindir alheimsins Tveir meingallaðir túnfiskar sem koma hvor úr sinni dós sameinast á miðri leið og verða sem eitt að undurfallegri rós Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Í hvaða skóla ertu, Unnur Hlíf, og hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Vatnsendaskóli er minn skóli og tungumál eru algjörlega mín sterka hlið, mér finnst langskemmtilegast í öllum tungumálatímunum.“ Er langt síðan þú byrjaðir að yrkja? „Ég hef ort svo lengi sem ég man eftir mér. Ég fann mjög skemmtilegt ljóð um daginn eftir mig sem ég orti um himininn þegar ég var fimm ára, mamma sagði mér reyndar að það væri nokkurs konar afbrigði af texta við lag sem ég lærði þá í leikskólanum.“ Sestu niður með blað og blýant þegar þú yrkir eða koma ljóðin til þín hvar sem er? „Ljóðin eru mjög gjörn á að koma til mín þegar ég er alveg að sofna. Stundum fer ég út í göngutúra með bókina mína og skrifa niður það sem ég sé. Sum ljóð sem ég yrki eru tengd verkefnum í skólanum og mörg eru sprottin af persónulegri reynslu. Þannig að það má segja að ég skrifi eiginlega hvar sem er og á hvaða tíma sem er. Síðan skrifa ég líka sögur og lagatexta og sem jafnvel lög.“ Veltir þú fyrir þér bragarháttum? „Ég prófaði einhvern tímann að skrifa ljóð með stuðlum og höfuðstöfum sem átti að vera fjórar línur en ég komst ekki lengra en í þriðju, þá var ég stopp. Ég legg aftur á móti upp úr hrynjandinni í ljóðunum, að textinn flæði vel.“ Lestu mikið og þá hvernig bækur? „Ég elska að lesa og mér finnst það ótrúlega gaman en ég var miklu duglegri að lesa þegar ég var yngri. Mér finnst skemmtilegast að lesa um skáldaðan raunveruleika, ef svo má komast að orði, sem sagt skáldsögur sem gætu átt sér stað í raunveruleikanum. Í augnablikinu er ég að lesa Töfradísina, sem er að vísu ævintýrabók og síðasta bókin í röðinni um gullgerðarmanninn Nicholas Flamel.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Listir, tónlist, píanó, að lesa og skrifa, mér finnst líka mjög gaman að dansa heima í stofu og syngja hástöfum í sturtunni.“ Hefurðu farið í eftirminnilegt ferðalag? „Ég fór til Noregs og Danmerkur í sömu ferðinni fyrir nokkrum árum og ákvað að fara ekkert í tölvuna á meðan ég var þar. Það er ansi eftirminnilegt þar sem ég naut ferðarinnar miklu betur.“ Hvað dreymir þig helst um að verða? „Ég ætla mér að verða leikkona, rithöfundur og skáld. Ég stefni á leiklistarsvið í framhaldsskóla en gæti líka hugsað mér að læra leikstjórn í framtíðinni.“ Auðlindir alheimsins Tveir meingallaðir túnfiskar sem koma hvor úr sinni dós sameinast á miðri leið og verða sem eitt að undurfallegri rós
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira