Sjúkraliðar veikir vegna langtímaálags Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. febrúar 2015 13:00 Sjúkraliðar lýsa yfir miklum áhyggjum af því ástandi sem er í heilbrigðiskerfinu og vísa þar sérstaklega til aðbúnaðar aldraðra. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, gagnrýnir harðlega það ástand sem er inni á hjúkrunarheimilunum og segir alltof fáa sjúkraliða vera við störf. „Í öllu þessu fjársvelti hafa hjúkrunarheimilin frekar ráðið ófaglærða. Jafnvel fólk sem talar ekki íslenska tungu. Því miður hefur landlæknir gefið grænt ljós á að ófaglærðir gefi vistmönnum á hjúkrunarheimilum lyf sem að okkar mati er algjörlega út úr korti og býður hættunni heim. Eftirlit landlæknis er ekki meira en það. Það er alveg þekkt að það hafi skapað hættu,“ segir Gunnar.Hann segir félagið margsinnis hafa bent á þann vanda sem nú sé kominn upp og eigi sér langan aðdraganda. Sjúkraliðum fækki, laun séu léleg og álag aukist stöðugt. Það skili sér í því að langtímaveikindi hrjái fjölda sjúkraliða sökum langvarandi vinnuálags. „Við erum aðilar að styrktarsjóði BSRB þar sem fólk getur sótt um dagpening eftir að það hefur klárað veikindaréttinn. Stór hluti þeirra sem sækja um dagpeninga í þennan sjóð er sjúkraliðar.“ Gunnar segir álag hafa aukist mikið undanfarin ár, sérstaklega á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. „Heimilin eru meðal annars farin að bregðast við með því að láta fólk mæta á svokallaðar stubbavaktir þar sem álagið er mest og launin minnst. Þá mætir fólk í nokkrar klukkustundir. Þannig að einhver vitræn hjúkrun eða umönnun fer ekki fram, þú ert bara á sprettinum. Einhvers staðar eru menn meira að segja búnir að taka upp hlaupahjól til þess að fara hraðar á milli,“ segir hann og ítrekar að undir slíku álagi bitni það á faglegri umönnun. Gunnar segir sjúkraliða forðast að vinna á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og vilji frekar vinna á spítölum. „Fólk er að færa sig yfir í hjúkrun sem er meira vit í og meira faglegt. Þeir hafa sem betur fer vandað sig í að hafa faglært fólk á spítölunum.“ Á fundi Sjúkraliðafélagsins í fyrradag sömdu félagsmenn ályktun þar sem þeir hvetja stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar til að leita allra leiða til að fjölga í sjúkraliðastéttinni, meðal annars með hækkun launa, með því að auka jákvæðni gagnvart stéttinni og hvetja markvisst ófaglærða starfsmenn og ungt fólk til þess að mennta sig í faginu. Einnig að hlúð verði að heilbrigðisstarfsfólki og byggt upp kröftugt, faglegt heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af til framtíðar. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Sjúkraliðar lýsa yfir miklum áhyggjum af því ástandi sem er í heilbrigðiskerfinu og vísa þar sérstaklega til aðbúnaðar aldraðra. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, gagnrýnir harðlega það ástand sem er inni á hjúkrunarheimilunum og segir alltof fáa sjúkraliða vera við störf. „Í öllu þessu fjársvelti hafa hjúkrunarheimilin frekar ráðið ófaglærða. Jafnvel fólk sem talar ekki íslenska tungu. Því miður hefur landlæknir gefið grænt ljós á að ófaglærðir gefi vistmönnum á hjúkrunarheimilum lyf sem að okkar mati er algjörlega út úr korti og býður hættunni heim. Eftirlit landlæknis er ekki meira en það. Það er alveg þekkt að það hafi skapað hættu,“ segir Gunnar.Hann segir félagið margsinnis hafa bent á þann vanda sem nú sé kominn upp og eigi sér langan aðdraganda. Sjúkraliðum fækki, laun séu léleg og álag aukist stöðugt. Það skili sér í því að langtímaveikindi hrjái fjölda sjúkraliða sökum langvarandi vinnuálags. „Við erum aðilar að styrktarsjóði BSRB þar sem fólk getur sótt um dagpening eftir að það hefur klárað veikindaréttinn. Stór hluti þeirra sem sækja um dagpeninga í þennan sjóð er sjúkraliðar.“ Gunnar segir álag hafa aukist mikið undanfarin ár, sérstaklega á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. „Heimilin eru meðal annars farin að bregðast við með því að láta fólk mæta á svokallaðar stubbavaktir þar sem álagið er mest og launin minnst. Þá mætir fólk í nokkrar klukkustundir. Þannig að einhver vitræn hjúkrun eða umönnun fer ekki fram, þú ert bara á sprettinum. Einhvers staðar eru menn meira að segja búnir að taka upp hlaupahjól til þess að fara hraðar á milli,“ segir hann og ítrekar að undir slíku álagi bitni það á faglegri umönnun. Gunnar segir sjúkraliða forðast að vinna á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og vilji frekar vinna á spítölum. „Fólk er að færa sig yfir í hjúkrun sem er meira vit í og meira faglegt. Þeir hafa sem betur fer vandað sig í að hafa faglært fólk á spítölunum.“ Á fundi Sjúkraliðafélagsins í fyrradag sömdu félagsmenn ályktun þar sem þeir hvetja stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar til að leita allra leiða til að fjölga í sjúkraliðastéttinni, meðal annars með hækkun launa, með því að auka jákvæðni gagnvart stéttinni og hvetja markvisst ófaglærða starfsmenn og ungt fólk til þess að mennta sig í faginu. Einnig að hlúð verði að heilbrigðisstarfsfólki og byggt upp kröftugt, faglegt heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af til framtíðar.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira