Von um framandi líf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2015 12:00 Útvarps-sjónaukar Athuganir Keplers gefa vísindamönnum færi á hnitmiðuðum rannsóknum með útvarpssjónaukum. nordicphotos/getty Lengi vel var ég sannfærður um að silfruðu ljósdílarnir á næturhimninum væru fjarlægar jarðir. Ekki sólstjörnur eins og ég veit nú, heldur nákvæmar eftirmyndir af heimili okkar. Móðir mín leiðrétti ekki þennan misskilning þegar ég spurði hana hvort það væri fólk á þessum jörðum. Við vorum á Hellisheiði, á austurleið eftir vikulega heimsókn á Landspítalann (ég heimtaði ávallt að fara með). Svarið man ég ekki orðrétt. Eitthvað í þá veru að heimurinn væri mjög stór og að fólk væri líklega hvergi til nema á Jörðinni. Hún sagðist þó vona að svo væri. Þetta var árið 1995. Skipuleg leit að framandi lífi í alheiminum hafði þá staðið í 36 ár og stendur enn.Líkindi og bjartsýni takast á Í dag jaðrar það við guðlast þegar fullyrt er að maðurinn sé einn í alheiminum. Geimsjónaukinn Kepler hefur á síðustu árum fundið 1.800 fjarreikistjörnur. Ein af hverjum fimm stjörnum hefur að geyma reikistjörnu þar sem aðstæður eru taldar vera lífvænlegar og áætlað er að heildarfjöldi þeirra í Vetrarbrautinni sé ellefu milljarðar. Hugmynd eðlisfræðinga árið 1960 var einnig merkileg. Að hlusta eftir öflugum orkuskotum á mjórri bandvídd vetnisgass (1.420 MHz) sem aðeins tæknivædd samfélög þekkja. Við vinnum að þessu markmiði enn í dag en þögnin ein hefur mætt okkur. Við viðurkennum fúslega að lögmál efna- og eðlisfræðinnar eru hin sömu víðast hvar í víðáttu alheimsins. Grundvallarsameindir lífefnafræðinnar hér á Jörðinni eru síðan tiltölulega algengar í gasskýjum milli stjarnanna. Því miður höfum við ekki enn útskýringu á því hvernig líf verður til. Darwin sjálfur sagði að þessari spurningu yrði aldrei svarað. Þannig getum við ekki útilokað að líf á Jörðinni sé heppnisskot, summa stórkostlegra tilviljana. Æviskeið stjarna á borð við Sólina er síðan tiltölulega stutt í þróunarlegu samhengi. Það er nánast útilokað að við kynnumst verum sem eru á sambærilegu þróunarstigi og við. Framandleiki veranna verður algjör. Álíka framandi og daglegt líf mannsins er fyrir bakteríu.wow Í 72 sekúndur, í ágúst árið 1977, rýndi bandaríski stjörnufræðingurinn Jerry R. Ehman í rannsóknargögn Big Ear-útvarpssjónaukans. Sjónaukinn hafði þá greint gríðarlega öflugt orkuskot. Hann merkti talnarununa og ritaði „Wow!“ Til að senda „Wow!-merkið“ hefði þurft 2.2 gígavatta senditæki (tækni sem þekkist ekki á Jörðinni).„Halló?“ Vísindaskáldskapurinn boðar hrun stofnana þegar fyrstu kynni við geimverur eiga sér stað. Stríð og óeirðir. En er það svo? Þegar Darwin kynnti þróunarkenninguna voru viðbrögðin ekki upplausn, þvert á móti. Sama á við um sólmiðjukenningu Kópernikusar. Jafnframt sýna rannsóknir að fylgjendur helstu trúarbragða telja það hafa lítil áhrif á afstöðu sína ef litlir grænir menn birtast í túngarðinum (slík uppákoma eflir líklega trúfestu, ef eitthvað er). Sá sem kemur til með að tala fyrir hönd mannkyns er síðan Paul nokkur Davies, eðlisfræðingur og formaður aðgerðahóps SETI eftir að samskiptum hefur verið náð. Hópurinn hefur sett fram samskiptareglur ef geimverur hafa samband. Reglurnar hafa víðtæka skírskotun og hafa verið samþykktar af helstu vísindasamtökum. Lagalega hafa þessar reglur þó ekkert vægi. Hópurinn er skipaður vísindamönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Þetta hljómar eins og vísindaskáldskapur en að vissu leyti getum við þakkað Verne, Asimov og Clarke og fleiri góðum fyrir skrif sín. Ímyndunaraflið hefur oft fleytt okkur að nýjum landamærum og kallað á umræðu um ólíklegustu mál.Hver hefur svörin? „Það geta verið tölfræðileg líkindi að líf hafi þróast í alheiminum en það er allt önnur spurning hvort við munum finna það,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson vísindaheimspekingur. „Það er þetta sem líklega vekur þessa hræðslu mannsins, að vera einn. Þá geta menn gripið til geimvera eða trúarbragða.“ Huginn bendir á hversu agnarsmáar líkur eru á að komast í tæri við geimverur sem hægt er að eiga raunveruleg samskipti við. Jafnframt sé þessi þráhyggja okkar svipuð því sem viðgekkst fyrr á tímum þegar hugmyndir um drauga voru algengar. „Kannski finnst okkur skrýtið að hugsa til þess að við séum ein í alheiminum.“ „Áhugi okkar á þessum verum snýst kannski að einhverju leyti um von,“ segir Huginn. „Að mannkynið sé ekki einsamalt, að það sé von um að finna eitthvað annað. Mögulega er þetta meiri von en vísindi.“ Þegar allt kemur til alls verða kynni okkar af háþróuðum geimverum fundur með eigin framtíð. Vonandi miðla verurnar reynslu sinni og útskýra hvernig þeim tókst að ná svo langt. Þessi fundur mun þó aldrei uppfylla vonir okkar um endanleg svör: Hver er tilgangur okkar? Hvað er meðvitund? Af hverju deyjum við? Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Lengi vel var ég sannfærður um að silfruðu ljósdílarnir á næturhimninum væru fjarlægar jarðir. Ekki sólstjörnur eins og ég veit nú, heldur nákvæmar eftirmyndir af heimili okkar. Móðir mín leiðrétti ekki þennan misskilning þegar ég spurði hana hvort það væri fólk á þessum jörðum. Við vorum á Hellisheiði, á austurleið eftir vikulega heimsókn á Landspítalann (ég heimtaði ávallt að fara með). Svarið man ég ekki orðrétt. Eitthvað í þá veru að heimurinn væri mjög stór og að fólk væri líklega hvergi til nema á Jörðinni. Hún sagðist þó vona að svo væri. Þetta var árið 1995. Skipuleg leit að framandi lífi í alheiminum hafði þá staðið í 36 ár og stendur enn.Líkindi og bjartsýni takast á Í dag jaðrar það við guðlast þegar fullyrt er að maðurinn sé einn í alheiminum. Geimsjónaukinn Kepler hefur á síðustu árum fundið 1.800 fjarreikistjörnur. Ein af hverjum fimm stjörnum hefur að geyma reikistjörnu þar sem aðstæður eru taldar vera lífvænlegar og áætlað er að heildarfjöldi þeirra í Vetrarbrautinni sé ellefu milljarðar. Hugmynd eðlisfræðinga árið 1960 var einnig merkileg. Að hlusta eftir öflugum orkuskotum á mjórri bandvídd vetnisgass (1.420 MHz) sem aðeins tæknivædd samfélög þekkja. Við vinnum að þessu markmiði enn í dag en þögnin ein hefur mætt okkur. Við viðurkennum fúslega að lögmál efna- og eðlisfræðinnar eru hin sömu víðast hvar í víðáttu alheimsins. Grundvallarsameindir lífefnafræðinnar hér á Jörðinni eru síðan tiltölulega algengar í gasskýjum milli stjarnanna. Því miður höfum við ekki enn útskýringu á því hvernig líf verður til. Darwin sjálfur sagði að þessari spurningu yrði aldrei svarað. Þannig getum við ekki útilokað að líf á Jörðinni sé heppnisskot, summa stórkostlegra tilviljana. Æviskeið stjarna á borð við Sólina er síðan tiltölulega stutt í þróunarlegu samhengi. Það er nánast útilokað að við kynnumst verum sem eru á sambærilegu þróunarstigi og við. Framandleiki veranna verður algjör. Álíka framandi og daglegt líf mannsins er fyrir bakteríu.wow Í 72 sekúndur, í ágúst árið 1977, rýndi bandaríski stjörnufræðingurinn Jerry R. Ehman í rannsóknargögn Big Ear-útvarpssjónaukans. Sjónaukinn hafði þá greint gríðarlega öflugt orkuskot. Hann merkti talnarununa og ritaði „Wow!“ Til að senda „Wow!-merkið“ hefði þurft 2.2 gígavatta senditæki (tækni sem þekkist ekki á Jörðinni).„Halló?“ Vísindaskáldskapurinn boðar hrun stofnana þegar fyrstu kynni við geimverur eiga sér stað. Stríð og óeirðir. En er það svo? Þegar Darwin kynnti þróunarkenninguna voru viðbrögðin ekki upplausn, þvert á móti. Sama á við um sólmiðjukenningu Kópernikusar. Jafnframt sýna rannsóknir að fylgjendur helstu trúarbragða telja það hafa lítil áhrif á afstöðu sína ef litlir grænir menn birtast í túngarðinum (slík uppákoma eflir líklega trúfestu, ef eitthvað er). Sá sem kemur til með að tala fyrir hönd mannkyns er síðan Paul nokkur Davies, eðlisfræðingur og formaður aðgerðahóps SETI eftir að samskiptum hefur verið náð. Hópurinn hefur sett fram samskiptareglur ef geimverur hafa samband. Reglurnar hafa víðtæka skírskotun og hafa verið samþykktar af helstu vísindasamtökum. Lagalega hafa þessar reglur þó ekkert vægi. Hópurinn er skipaður vísindamönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Þetta hljómar eins og vísindaskáldskapur en að vissu leyti getum við þakkað Verne, Asimov og Clarke og fleiri góðum fyrir skrif sín. Ímyndunaraflið hefur oft fleytt okkur að nýjum landamærum og kallað á umræðu um ólíklegustu mál.Hver hefur svörin? „Það geta verið tölfræðileg líkindi að líf hafi þróast í alheiminum en það er allt önnur spurning hvort við munum finna það,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson vísindaheimspekingur. „Það er þetta sem líklega vekur þessa hræðslu mannsins, að vera einn. Þá geta menn gripið til geimvera eða trúarbragða.“ Huginn bendir á hversu agnarsmáar líkur eru á að komast í tæri við geimverur sem hægt er að eiga raunveruleg samskipti við. Jafnframt sé þessi þráhyggja okkar svipuð því sem viðgekkst fyrr á tímum þegar hugmyndir um drauga voru algengar. „Kannski finnst okkur skrýtið að hugsa til þess að við séum ein í alheiminum.“ „Áhugi okkar á þessum verum snýst kannski að einhverju leyti um von,“ segir Huginn. „Að mannkynið sé ekki einsamalt, að það sé von um að finna eitthvað annað. Mögulega er þetta meiri von en vísindi.“ Þegar allt kemur til alls verða kynni okkar af háþróuðum geimverum fundur með eigin framtíð. Vonandi miðla verurnar reynslu sinni og útskýra hvernig þeim tókst að ná svo langt. Þessi fundur mun þó aldrei uppfylla vonir okkar um endanleg svör: Hver er tilgangur okkar? Hvað er meðvitund? Af hverju deyjum við?
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira