Lífið

Ljúfi víkingurinn í Gladiatorerna

Guðrún Ansnes skrifar
Upplifir drauminn í Svíþjóð þar sem hún leikur skylmingaþræl.
Upplifir drauminn í Svíþjóð þar sem hún leikur skylmingaþræl.
Björk Óðinsdóttir, sem slegið hefur í gegn í crossfit-heiminum hér á landi og víðar, slæst við keppendur í sænska fjölskylduþættinum Gladiatorerna. Hlutverk Bjarkar er að leika íslenskan víking sem heitir einmitt líka Björk.

„Í þáttunum leik ég góðhjartaðan víking og virðist sem hún falli ágætlega í kramið hjá yngstu kynslóðinni,“ útskýrir hún. Gladiatorerna er rótgróinn skemmtiþáttur sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni TV4 á laugardagskvöldum. Hann er vinsæll meðal fjölskyldufólks. Allir geta skráð sig til þátttöku en vandlega er valið úr hverjir fá að mæta skylmingaþrælunum.

Hlutverk Bjarkar í þáttunum er að gera þátttakendum erfitt fyrir að klára þrautir, sem lagðar eru fyrir þá, með ýmsum aðferðum. Óhætt er að fullyrða að hægara er sagt en gert að komast fram hjá skylmingaþrælunum en hópurinn samanstendur af þekktum kraftajötnum.

Björk er atvinnumanneskja í crossfit og með Evrópumeistaratitil í hópfimleikum. „Það er virkilega gott fyrir mig að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, ekki skemmir heldur fyrir að karakterinn ber sama nafn og ég. Það festir mann betur í minninu.“ Björk er að verða stórt nafn í crossfit-senunni í Svíþjóð.

Á milli þess sem hún hristir upp í Svíum í sjónvarpinu og æfir crossfit, þjálfar hún íþróttamenn í fimleikum úti um allan heim. „Ég er algjörlega að upplifa drauminn minn hérna,“ bætir hún við. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.